Egill Sæbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir

Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Egill Sæbjörnsson.
Leiðsögn listamanna: Egill Sæbjörnsson og Gjörningaklúbburinn – Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir.

Fimmtudag 29. apríl kl. 20.00 á Kjarvalsstöðum

Leiðsögn með Agli Sæbjörnssyni og núverandi meðlimum Gjörningaklúbbsins, Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur, sem eiga verk á sýningunni Eilíf endurkoma.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Þar sem það er fimmtudagurinn langi er enginn aðgangseyrir!

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár. Algengasta og ástkærasta myndefni Kjarvals var íslensk náttúra og landslag en auk þess gerði hann mikið af mannamyndum og fantasíum þar sem verur og fígúrur skjóta upp kollinum og ýmis náttúrufyrirbrigði eru persónugerð. Verk listamanna á sýningunni eru unnin í fjölbreytta miðla og þar má sjá ólíka nálgun að þessum viðfangsefnum.

Í list sinni skoðar Egill sambandið milli hins hugræna og efnislega veruleika. Hvað við hugsum á móti því hvað er að gerast í kringum okkur. Hvernig við túlkum heiminn út frá okkar eigin hugsunum og meðtökum hann með okkar eigin skynfærum. Egill notast við kímni, tónlist og töfra sem ýta undir frjálsar túlkanir til að miðla list sinni til áhorfenda.

Femínískar áherslur ásamt glettni og einlægni einkenna verk Gjörningaklúbbsins sem vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni. Gjörningaklúbburinn nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunnar, handverk og útsjónarsemi í verkum sínum í bland við glæsileika og nútímatækni.

 

RELATED LOCAL SERVICES