Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) 1891- 1924

Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, þekktur sem Muggur, var íslenskur listamaður fæddur Bíldudal.

Sjá fleiri verk eftir Mugg hér
Guðmundur fluttist til Danmerkur árið 1903 12 ára gamall með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar. Hann bjó ýmist á Íslandi eða í Danmörku og ferðaðist mikið. Af helstu verkum Muggs má nefna klippimyndina Sjöundi dagur í Paradís en eftirprenntun af þeirri mynd er til víða, blýantsteikninguna Kossinn, altaristöfluna Kristur læknar sjúka sem er í Bessastaðakirkju, myndina Kolaburður af kolaburði kvenna í Reykjavík, en ekki tíðkaðist á Bíldudal að konur væru látnar skipa upp kolum, ólíumálverið Snæfellsjökull og Den bedrövede Prins eða Hryggi prinsinn. Hann vann fjölbreytt verkefni með olíu, vatnslitum, kolum og klippimyndum, meðal annars „Sjöundi dagur í Paradís“ og barnabókina Sagan af Dimmalimm. Hann teiknaði margar myndir sem tengjast efni íslenskra þjóðsagna. Sumar þeirra eru mjög fyndnar og skemmtilegar. Hann teiknaði myndir af fólki og hann málaði myndir af blómum og landslagi. Hann myndskreytti líka íslensk spil sem voru fyrstu spilin á Íslandi og urðu mjög vinsæl. Muggur var ekki einungis heillaður af myndlistinni heldur var hann afbragðs leikari og lék eitt af aðalhlutverkunum í fyrstu leiknu kvikmyndinni sem gerð var á Íslandi, Sögu Borgarættarinnar janúar 1921.

Muggur stundaði listnám sitt í Danmörku í Det Kongelige danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn árin 1911-1915, en hann fór víða í námsferðum sínum, meðal annars til Þýskalands, Bandaríkjanna og Ítalíu. Muggur var aðeins 32 ára gamall þegar hann dó úr brjóstveiki í Danmörku. Öll listaverk eftir Mugg eru úr höfundarétti samkvæmt íslenskum höfundalögum. Verk eftir hann í eigu opinberra stofnanna er að finna í Listasafni Íslands.

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn klikka hér

465 BíldudalurCATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   ANNA JÓELSDÓTTIR

   ANNA JÓELSDÓTTIR

   ANNA JÓELSDÓTTIR OPNAR SÝNINGUNA EINN Á BÁTI / SAILING SOLO 06/03/201 9 - 06.04.2019 Sjá fleiri greinar um myndlistame...

   Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

   Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

   Verið velkomin á opnun sýningarinnar Meira en þúsund orð sem er sýning á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur og er hluti af l...

   Jón Engilberts 1908 – 1972

   Jón Engilberts 1908 – 1972

   Jón Engilberts var eftirminnilegur og litríkur maður, sem brá stórum svip yfir dálítið hverfi og bærinn varð fátæklegri ...

   Margrét Elíasdóttir

   Margrét Elíasdóttir

     Eg fæddist á Blönduósi,en hef aldrei komið þangað síðan. Alveg frá fæðingu hefur verið mikill flækingur á mér," ...