Kortakallinn Smári

Kortakallinn Smári

Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, verður með sýnishorn af vestfirskum kortum í sal Listasafns Ísafjarðar.

Áhersla verður á kortavinnu Smára á norðanverðum Vestfjörðum og verða sýnishorn úr ferli nokkurra verka, frá fyrstu skissum til prentaðrar afurðar. Auk þess verður yfirlitskort af kortum og skiltum Smára um landið og að auki verða sýndar nokkrar korta-hreyfimyndir á skjá.

Sýningin opnar laugardaginn 7. mars kl. 14 og eru allir velkomnir.

Eftir það verður sýningin opin á opnunartíma Safnahússins, þ.e. kl. 12-18 virka daga og 13-16 laugardaga. Stendur hún t.o.m. 2. maí 2020.

Related Articles

  Jóhannes Jóhannesson 1921-1998

  Jóhannes Jóhannesson 1921-1998

  Jóhannes Jóhannesson (1921-1998) var einn af stofnendum Septem-hópsins og þróaðist list hans frá hlutbundnum verkum ...

  Dagur Norðurlanda 23. mars 

  Dagur Norðurlanda 23. mars 

  Dagur Norðurlanda 23. mars - fjölbreytt dagskrá alla vikuna Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert ...

  GP Arkitektar

  GP Arkitektar

  Arkitekatofan hefur verið starfandi síðan 1983. Guðni Pálsson hefur verið í samvinnu við aðra arkitekta á þessu tímabili...

  STUDIO STAFN

  STUDIO STAFN

  Umboðssala og forvarsla Commission sale and conservation Studio Stafn er forvörslu- og umboðssölufyrirtæki lis...


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland