Elín Þóra lærði myndlist á sínum tíma en gat ekki sinnt starfinu á meðan hún sinnti langveiku barni. Eftir að lífið komst á beinu brautina fór hún að kenna og segir að frá listabrautinni í Fjölbraut í Breiðholti hafi hún útskrifað marga helstu hönnuði og myndlistarmenn sem nú eru starfandi hér á landi. „Ég var sjálf nemandi í Royal Danish Academy og útskrifaðist með MFA frá University of New Paltz NY í skúlptúr og grafík. Ég setti algjörlega hjarta mitt í að kenna myndlist og koma börnunum mínum til manns á sínum tíma.
Ég var 45 ára þegar ég ákvað að byrja aftur í myndlistinni og fór til Danmerkur að læra meira í málaralistinni. Ég sá að ég þyrfti mun stærri vinnustofu ef ég ætlaði að halda áfram í skúlptúr og grafík. Þannig að ég skipti um og fór að læra að mála. Ég hef haldið einkasýningar á málverkum og verið á samsýningum. Í kringum 60 ára aldurinn fór ég að vinna í grafík aftur og var valin úr fjölda umsækjenda til að sýna á Grafiktriennal XVI Nordic Contemporary Print Triennial 2020,“ segir hún. Viðtal við Elínu í Fréttablaðinu 25. mars. 2021 sjá meira klikka hér
Skóavörustig 101 Reykjavik
551 1161
facebook.com/artistelinrafnsdottir
20.mars - 21. apríl 2021
Hönnun og handverk
Listhús Ófeigs
Myndlist
Skemmtanir/Viðburðir
i