Elín Þ. Rafnsdóttir

Laugardaginn 20. mars opnaði Elín Þ. Rafnsdóttir olíumálverkasýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, sem ber yfirskriftina Sakna. Sýningin er opin daglega á opnunartíma verslunarinnar og stendur til 21. apríl 2021.
Öll verkin á sýningunni eru olía á striga.
Elín hefur í málverkum sínum unnið með expressioniskar málunaraðferðir í bland við teikningu. Verk hennar byggjast á náttúruupplifunum og eru persónuleg úrvinnsla úr umhverfi hennar og lífi. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og erlendis.
Elín nam skúlptúr við Royal Danish Academy og útskrifaðist með MFA frá University of New Paltz NY í skúlptúr og grafík
Elín Þ. Rafnsdóttir segir um sýninguna:
„Verkin eru unnin þannig að ég byrja að setja lit á tóman strigann eftir því hvernig mér líður þann daginn. Síðan koma upp myndir í huganum af einhverju sem ég veit aldrei fyrirfram hvað verður. Oftast eru þetta minningarbrot úr gönguferðum og söknuður. Undir lokin hefur myndin yfirleitt tekið miklum breytingum frá upphafinu og oft tekið óvænta stefnu. Hver mynd er óvissuferð þegar ég byrja og öðlast svo smá saman sitt sjálfstæða líf.“

Hjartað liggur í myndlistinni

Elín Þóra lærði myndlist á sínum tíma en gat ekki sinnt starfinu á meðan hún sinnti langveiku barni. Eftir að lífið komst á beinu brautina fór hún að kenna og segir að frá listabrautinni í Fjölbraut í Breiðholti hafi hún útskrifað marga helstu hönnuði og myndlistarmenn sem nú eru starfandi hér á landi. „Ég var sjálf nemandi í Royal Danish Academy og útskrifaðist með MFA frá University of New Paltz NY í skúlptúr og grafík. Ég setti algjörlega hjarta mitt í að kenna myndlist og koma börnunum mínum til manns á sínum tíma.

Ég var 45 ára þegar ég ákvað að byrja aftur í myndlistinni og fór til Danmerkur að læra meira í málaralistinni. Ég sá að ég þyrfti mun stærri vinnustofu ef ég ætlaði að halda áfram í skúlptúr og grafík. Þannig að ég skipti um og fór að læra að mála. Ég hef haldið einkasýningar á málverkum og verið á samsýningum. Í kringum 60 ára aldurinn fór ég að vinna í grafík aftur og var valin úr fjölda umsækjenda til að sýna á Grafiktriennal XVI Nordic Contemporary Print Triennial 2020,“ segir hún.  Viðtal við Elínu í Fréttablaðinu 25. mars. 2021  sjá meira klikka hér

Fleiri greinar um íslenska myndlist klikka hér

RELATED LOCAL SERVICES