„Vorsýningin okkar“ Listsýning í Gallerí Göngum

„Vorsýningin okkar“ – Listsýning um vætti, steina og djúpstæða tenginginu við náttúru Íslands.

Sölusýning sem er samsýning Sólveigar Dagmarar Þórisdóttur og Grétu Berg í Gallerí Göngum. Gallerí Göng, eru göng milli safnaðarheimilis og Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29, 105 Reykjavík. Gengið er inn frá safnaðarheimilinu.

Opnun myndlistarsýningarinnar er föstudaginn 6. maí, klukkan 17 – 19, og lýkur sýningunni 1. júní, 2022.

v Gréta og h Sólveig séð frá þér.

Listamennirnir eru listagyðjur, Gréta frá Akureyri og Sólveig frá Hafnarfirði. Báðar tengdar dáleiðslumeðferðum og náttúru Íslands, en samt á ólíkan og áhugaverðan hátt.

Þessi ólíka listsköpun þeirra, birtist hjá Grétu Berg með því að hún tjáir sig gjarna frá dulspekilegum þáttum, sem eru tengdir innri sýn hennar við þá veröld. Þar kallar náttúran sjálf, sem geymir svo marga dulda vætti t.d. álfa og huldufólk við Arnarstapa og í Hveragerði. Steinar hennar eru listverk sem hafa tjáningu og form, sem Gréta nýtir á sérstakan hátt. Hún segir einnig gjarnan sögu í hverju listaverki. Oft fylgir hún því náttúrulegum myndbirtingum steina. Einnig teiknar hún og málar á striga með olíu-, krít- og akríllitum. Stíll hennar er expressjónismi og raunsæi.Lífsseyður – e. Grétu Berg Bergsveinsdóttur

Drápuhlíðfjall – e. Sólveigu Dagmar Þórisdóttir

Sólveig  Dagmar Þórisdóttir er mikið náttúrubarn og hefur orðið það við að alast upp á sumrin við Þingvallavatn, sem barn og unglingur. Einnig eftir tveggja áratuga  starf við ökuleiðsögn um Ísland. Náttúrutenging og skoðun listamannsins er því djúpstæð og nýtir hún sér þekkingu sína sem grafiskur hönnuður við að teikna, mála, ljósmynda og stundum miðla, enda er hún einnig hagnýtur menningarmiðlari.

Listaverk hennar lýsa raunsæi og einnig expressjónisma, sem hún fangar á pappír og striga með vatnslitum, koli og olíulitum. Ferðalög hennar beinast því oftast að því að festa tilfinningu sína og skynjum í listaverkið á staðnum.

Báðar hafa listamennirnir langan feril við listsköpun og sýningahald eða um fimmtíu sýningar.

Meðferðardáleiðslan leiddi listamennina saman árið 2017 og hafa þær tvær oft skoðað hugarheim sinn með dáleiðslunni og lært að miðla áfram andlegri tengingu sem hefur styrkt listferil þeirra beggja.

Þannig er sýningin spennandi og heilandi og fær gesti sýningarinnar til að langa til að skapa og að færa sig meira út í náttúru Íslands, sem kallar á okkur öll inn í sumarið. Listsýningin er því kraftmikil og mikil hvatning fyrir áhorfandann sem kemur og skoðar.

Hér má sjá tengla inn á arkiv.is og aðra spennandi tengla um listagyðjurnar Grétu Berg og Sólveigu Dagmar Þórisdóttur

Grétu Berg Th.Bergsveinsdóttir: https://www.arkiv.is/artist/531

https://www.instagram.com/bergwaves/

https://www.tumblr.com/blog/view/gretabergth

Sólveigu Dagmar Þórisdóttur https://www.arkiv.is/artist/610

https://www.singulart.com/en/artist/s%C3%B3lveig-dagmar-%C3%BE%C3%B3risd%C3%B3ttir-34630?ref=ts

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091118105003/http://www.menningarmidlun.hi.is/album/solveigdagmar2008/solveigdagmar2008/album/slides/IMG_7489.html

 

Opnunartímar eru sem hér segir:  þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 16 og föstudaga frá 10 til 15 og fjórar helgar frá 14 til 17.

RELATED LOCAL SERVICES