Daði Guðbjörnsson

 

Daði Guðbjörnsson „Ekkert raskar athygli fjallsins“

Daði Guðbjörnsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann stundaði listnám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1969-1976, Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976-1980 og við Rijksakademi van Beldende Kunsten í Amsterdam 1983-1984.

Daði hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Hann hélt stórar sýningar á olíuverkum á Kjarvalsstöðum árin 1993 og 2011. Árið 2022 var haldin yfirlitssýning á grafíkverkum Daða í Listasafni Reykjanesbæjar í tilefni af því að Daði gaf listasafninu nánast allt höfundarverk sitt í grafík. Sýningin hét Gjöf Daða og var jafnframt gefin út afar vegleg og falleg sýningaskrá. Verk eftir Daða eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjanessbæjar. Árið1997 sýndi Daði fyrst í Gallerí Fold. Síðan þá hefur hann sýnt reglulega í galleríinu og er þetta áttunda einkasýning hans hjá okkur.

Í íslensku listasögunni sem kom út árið 2011 er fjallað um Daða Guðbjörnsson og hlutverk hans í „Nýja málverkinu“ sem svo var kallað, en nýja málverkið spratt upp víða í Evrópu hjá ungum myndlistarmönnum sem andsvar þeirra við löngu tímabili sem einkennst hafði af hugmyndalist. Þar segir:

Margir ungir listamenn nálguðust nýja málverkið með beinum og hispurslausum hætti þar sem tjáning tilfinninga, útrásin og gleðin var í fyrirrúm. Daði Guðbjörnsson kom af miklum ákafa inn á myndlistarvettvanginn í byrjun 9. áratugarins. Hann sýndi expressjónísk verk undir áhrifum frá dönsku Cobra málurunum, en spuni, glaðværð og skreytilist voru þá strax komin fram sem sterk höfundareinkenni Daða. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum árið 1993 birtist hann svo sem mótaður listamaður. Þar vakti fagleg og tæknileg kunnátta hans athygli, sem og skemmtileg formanotkun hans og sterk tilfinning fyrir blæbrigðum litrófsins.

Um sýningu sína „Ekkert raskar athygli fjallsins“ segir Daði:

Þegar ég var ungur voru landslagsmyndir ekki beinlínis í tísku og ég hugsaði með mér; „ég get málað landslag þegar ég er orðin gamall, þá er öllum sama.“ Olíumálverk var reyndar ekki vel séð heldur þegar ég var í Myndó handó, það ætti frekar að gera eitthvað sem leit út fyrir að vísa til „dýpri sannleika.“ Mér gekk aldrei vel með þennan djúpa sannleika, ég fór að mála í svolítið villtum stíl sem gekk ágætlega þar til ég fékk leið á tilvistarvandanum og fór í krúsidúllurnar sem voru ljúfari og á mannlegri skala.

Eitt helsta áhugamál mitt er að ganga um náttúru Íslands, um grösugar sveitir, dali og fjörur og horfa á fjöllin og jöklana. Það hefur kveikt í mér löngun til að mála landslag, ég ákvað núna að það væri tími komin á að prófa landslagið en lofa þó líka einhverjum krúsídúllum að vera með, svo þetta verði ekki of djúpt.

Þetta er fjórða einkasýning Daða í Gallerí Fold og stendur sýningin til 11. febrúar.

Opið er í Gallerí Fold á Rauðarárstíg mán-fös 10 – 18 og laugardaga 12 – 16.

Hægt er að skoða sýninguna hér.

Rauðarárstíg 12 - 14, 105

5510400

[email protected]

myndlist.is


Sýningin stendur sýningin til 11. febrúar 2023


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Andrés og Agnar

   Andrés og Agnar

     Á sjöundu tónleikum tónleikaraðarinnar Síðdegistónar í Hafnarborg, föstudaginn 7. maí nk. kl 18  koma fram þei...

   ANNA JÓELSDÓTTIR

   ANNA JÓELSDÓTTIR

   ANNA JÓELSDÓTTIR OPNAR SÝNINGUNA EINN Á BÁTI / SAILING SOLO 06/03/201 9 - 06.04.2019 Sjá fleiri greinar um myndlistame...

   Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur

   Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur

   Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur Leiðsögn sýningarhöfunda. Sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 leiða ...
   Hádegistónleikar með Dóru Steinunni

   Dóra Steinunn Ármannsdóttir

   Dóra Steinunn Ármannsdóttir

   Þriðjudaginn 10 apríl kl.12 kemur söngkonan Dóra Steinunn Ármannsdóttir fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegis...