Þorvaldur Skúlason

Þorvaldur Skúlason (30. apríl 1906 – 30. ágúst 1984) var einn af frumkvöðlum abstraktlistar á Íslandi og undir áhrifum frá kúbismanum sem hann kynntist í Frakklandi á 4. áratugnum.

Þorvaldur Skúlason er óumdeilanlegur brautryðjandi íslenzkrar samtímalistar og einn mesti málari sem við nú eigum. Enginn íslenzkur málari tengir viðlíka saman sögu myndlistar okkar á þessari öld (1983), sjálfur nemandi hinna elztu, Þórarins, Ásgríms og Jóns Stefánssonar, en meistari þeirra sem nú eru í blóma starfs. Því stóra hlutverki hefur hann aðeins getað gegnt vegna þess, að Þorvaldur hefur sjálfur gengið alla þá leið og plægt fyrir sér, svo hver nýr morgunn í list hans hefur haft annan blæ en dagurinn í gær. Því stendur hann nú, nær áttræður maður, enn í broddi þeirra sem hæst hefja hina hreinu myndlist í landi okkar. Í bók þessari rekur Björn Th. Björnsson á sinn ljósa og læsilega hátt ævi hans og listasögu, frá uppvexti og æskumótun, um námsár og síðan öll hin merkilegu stig nýmótunar, sem gjörbreyttu myndlist okkar á síðastliðinni hálfri öld. Sú saga hans er ekki síður rakin í teikningum, ljósmyndum og 85 stórum litprentunum frá öllum ferli hans. Þorvaldur Skúlason, brautryðjandi íslenzkrar samtímalistar Útgefandi – Þjóðsaga.Útgáfuár – 1983

Sjá fleiri greinar um íslenska myndlist klikka hér

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Gunnlaugur Scheving

   Gunnlaugur Scheving

   Gunnlaugur Scheving er einn helsti listamaður íslensku þjóðarinnar sem ruddi brautina fyrir ný viðhorf til myndlistar á ...

   Helgi Þorgils Friðjónsson

   Helgi Þorgils Friðjónsson

   Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur 7. mars 1953 í Búðardal. Hann lærði myndlist og handverk frá 1971 til 1976, eftir þa...

   Egill Sæbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir

   Egill Sæbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir

   Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Egill Sæbjörnsson. Leiðsögn listamanna: Egill Sæbj...

   Jóhannes Sveinsson Kjarval

   Jóhannes Sveinsson Kjarval

   Jóhannes Sveinsson Kjarval ólst upp í Geitavík í Borgarfirði eystri frá fjögurra ára aldri. Hér málaði hann mikið og bor...