Bókatíðindi 2018

Kæra bókaþjóð,
Enn á ný færum við ykkur brakandi fersk Bókatíðindi inn um bréfalúguna með upplýsingum um útgáfubækur ársins. Því fylgir ávallt mikil eftirvænting þegar ný Bókatíðindi koma úr prentun enda gefur blaðið glögga mynd af útgáfuárinu í heild sinni. Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði í bókaútgáfu undanfarin ár þá kemur það ánægjulega á óvart að sjá hversu úrvalið og fjölbreytnin er mikil í ár. Fjöldi nýrra titla eykst lítillega frá síðasta ári og um 30% aukning er í útgáfu bæði hljóð- og rafbóka. Þannig svara útgefendur kröfum lesenda um aukið val á milli útgáfuforma. Af einstökum flokkum bóka þá fjölgar nýjum íslenskum skáldverkum mest eða um 15% á milli ára.
Þá fjölgar barna- og ungmennabókum um ríflega 11% þegar litið er til fjölda titla. Fjölgun hljóð- og rafbóka er einnig mest í þessum flokkum.
Nú er sá árstími fram undan þegar við getum með sanni kallað okkur bókaþjóð því staða bókarinnar á íslenskum jólagjafamarkaði er enn afar sterk. Samkvæmt árlegri könnun sem Zenter gerði fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda eftir jólin í fyrra þá fengu tæplega 60% landsmanna eina bók eða fleiri í jólagjöf og ríflega 70% svarenda keyptu bækur til jólagjafa. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hátt hlutfall er einstakt í heiminum. En það er ekki nóg að gefa út margar bækur og kaupa þær til jólagjafa. Við þurfum líka að lesa þær. Við þurfum að tala meira um bækur, rétta börnum bækur og lesa fyrir þau, hlusta á fleiri bækur – gefa þær og þiggja. Það byrjar allt hjá á okkur sjálfum. Finnum tíma til að njóta góðra bóka.
Gleðileg bókajól!
Heiðar Ingi Svansson,
formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

Sjá bókatíðindi 2018 skoða hér

Related Articles

  Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar

  Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar

  Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar er afar veglegt rit um gersemar náttúru Íslands frá Reykjanesi, um Vestfirði ...

  Höfundur Ólafur Kvaran.

  Höfundur Ólafur Kvaran.

  EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI, HÖFUNDUR ÓLAFUR KVARAN Einar Jónsson (1874–1954) var brautryðjandi í íslenskri höggmynd...

  Best of Iceland

  Best of Iceland

  Fletta og skoða í bókinni Best of Iceland hér Information about Iceland at Your Fingertips Browse the book here....

  kindasögur

  kindasögur

  Kindasögur Höfundar: Aðalsteinn Eyþórsson, Guðjón Ragnar Jónasson Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og...


Barónsstíg 5 101 Reykjavík

511 8020

[email protected]

fibut.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland