Safnahúsið – Vilt þú læra myndlæsi?

Safnahúsið við Hverfisgötu
Sjónarafl – Vilt þú læra myndlæsi?
5. nóvember kl. 14

Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.

Að þessu sinni mun Þórhildur Tinna Sigurðardóttir fara fyrir hópnum. Þórhildur er listfræðingur að mennt og starfar fyrir Myndlistarmiðstöð þar sem hún uppfyllir stöðu verkefnastjóra alþjóðlegra verkefna og stýrir því framkvæmd Íslenska Skálans á Feneyjatvíæringnum og Sequences myndlistarhátíðinni. Þórhildur er bæði meðlimur FÍSOS, Félag íslenskra safna og safnamanna, og ICOM, International Committee of Museums. Hún hefur einskæran áhuga á starfsemi myndlistarstofnanna og rannsakaði mikið innbyrðis kerfi þeirra og samtal þeirra við samfélagið í meistaranámi sínu í London við King’s College, þar sem hún hlaut meistaragráður í menningar-, lista- og sýningarstjórnun.

Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!

Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið [email protected] Takmarkaður fjöldi.

Hverfisgata 15 101 Reykjavík

515 9600

[email protected]

listasafn.is/


5. nóvember kl. 14


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      William Morris: Alræði fegurðar!

      William Morris: Alræði fegurðar!

      Sunnudag 30. júní kl. 16.00 á Kjarvalsstöðum Ég vil ekki list fyrir fáa fremur en menntun fyrir fáa eða frelsi fyrir fá...

      Gunnar Jónsson: Í viðjum

      Gunnar Jónsson: Í viðjum

      Gunnar Jónsson: Í viðjum 16.10.2021 –24.10.2021 12:00–18:0...

      Sossa Björnsdóttir

      Sossa Björnsdóttir

      Sossa Björnsdóttir 1.–23.11.19 ( Sýningatímabil) „Augnablik í dagsins önn“ Sossa Björnsdóttir hefur stundað myndl...
      Guðrún Dröfn Whitehead

      Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

      Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

      Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands Þriðjudaginn 13. mars kl. 12 flytur Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafr...