Breiðdalssetur

Sýning
Í húsnæði setursins er sýning um jarðfræði Íslands og birtingarmyndir hennar á Austurlandi. Einnig getur þar að líta upplýsingar um fræðimennina George Walker og Stefán Einarsson og muni úr þeirra fórum.

George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi.
Safnahluti setursins er opinn sem hér segir yfir sumarmánuðina (20. júní til 31. ágúst): sun – fim 12.00-16.00
Lokað er á föstu- og laugardögum. Aðgangur ókeypis.
Hópar geta bókað heimsóknir á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafið samband á netfangið [email protected]

 

 

Gamla Kaupfélagið 760 Breiðdalasvik

470-5565, 470-5560

[email protected]

breiddalssetur.isCATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Víðir Mýrmann

   Víðir Mýrmann

   Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall með Mýrmann á laugardag - allir velkomnir Víðir Mýrmann býður gestum og ganga...

   Myrkmas Christmas Concert

   Myrkmas Christmas Concert

   The annual Myrkmas concert will be held, for the first time, on the 10th of December at Dillon. The surfing supe...

   Ragnar Axelsson listamaður

   Ragnar Axelsson listamaður

   Leiðsögn listamanns: Þar sem heimurinn bráðnar Laugardag 20. mars kl. 14.00 í Hafnarhúsi Ragnar ...

   Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN

   Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN

   Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN Danski  söngvarinn og lagahöfundurinn Tue West og hæfileikabúntið GDRN st...