Guðrún Dröfn Whitehead

Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 13. mars kl. 12 flytur Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafræði erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún Dröfn um ný jaðarsamtök í Bretlandi sem nefnast Punk Museology, eða Pönk safnafræði. Fyrirlesturinn er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins vor 2018. Verið öll velkomin.

 

Samkvæmt stefnuskrá Punk Museology, sögulega séð, endurspegla söfn vald ríkjandi meirihluta samfélags og útiloka með þeim hætti raddir fjölbreytilegs hóps fólks. Þau telja nauðsynlegt að gera róttækar breytingar á grundvallarstarfsemi safna og rekstrarlegum hugsunarhætti starfsmanna. Með því móti megi (og verði) söfn að berjast gegn kúgun, misrétti, valdabeitingu og öðrum pólitískum, menningarlegum og samfélagslegum vandamálum. Samtökin telja að þetta geti átt sér stað ef söfn innleiði hugmyndafræði pönk-safnafræðinnar. Ofangreind stefnuskrá verður í kjölfarið tengd við Pönksafn Íslands, sem opnaði dyr sínar í nóvember 2016 á kvennaklósettinu í Bankastræti 0.

Lesa má nánar um fyrirlesturinn og Guðrúnu Dröfn Whitehead hér:

RELATED LOCAL SERVICES