Nína Tryggvadóttir

Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur

Við undirritun viljayfirlýsingarinnar á heimili hjónanna Unu Dóru Copley og Scott Jeffries á Manhattan í New York. Frá vinstri. Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs, Una Dóra Copley og Scott Jeffries.

Borgarráð samþykkti í dag með öllum greiddum atkvæðum að stofna safn utan um listaverk Nínu Tryggvadóttur, eins fremsta myndlistarmanns þjóðarinnar, sem lést árið 1968. Una Dóra Copley, dóttir Nínu og Scott Jeffries, eiginmaður hennar, sem búa í New York, gefa safninu fimmtán hundruð málverk og önnur verk eftir listakonuna.Borgarráð samþykkti í dag með öllum greiddum atkvæðum að stofna safn utan um listaverk Nínu Tryggvadóttur, eins fremsta myndlistarmanns þjóðarinnar, sem lést árið 1968. Una Dóra Copley, dóttir Nínu og Scott Jeffries, eiginmaður hennar, sem búa í New York, gefa safninu fimmtán hundruð málverk og önnur verk eftir listakonuna. Sja meirra hér

Nína Tryggvadóttir, listmálari, sem hefur nokkur undanfarin ár dvalið í París og á þar heima, opnaði sýningu á glerskreytimyndum um miðjan október síðastliðinn og voru 23 slíkar myndir til sýnis og munu slíkar myndir ekki hafa sézt hér á sýningu áður. Margar af myndunum virtust vera hagstæðar sem fyrirmyndir gluggaskreytinga í kirkjum. Erlendis er skreyting kirkjuglugga sérstæð listgrein og mun hafa verið þekkt á Íslandi fyrr á öldum. Einnig eru slikar gluggaskrcytingar mjög fallegar í íbúðarhús. Sjá meira hér

(Melkorka 12. Árgangur 1956.)

Í tilefni listahátiðar heldur Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum Ninu Tryggvadóttur, en hún lézt i New York 18. júni 1968, aðeins 55 ára að aldri.
Nina Tryggvadóttir var fædd á Seyðisfirði 1. marz 1913 og fluttist ung að árum til Reykjavikur og gekk i Kvennaskólann i Reykjavik og þar hefst listferill hennar, eða hún hefur listnám hjá Ásgrimi Jónssyni og i skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Nina innritaðist i Listaháskólann i Kaupmannahöfn árið 1935 og stundaði þar nám til ársins 1939. Siðan lagði hún stund á nám i myndlist hjá frægum kennurum i Bandarikjunum og einhvers staðar sá ég þess getið, að hún hafi verið nemandi i myndlist allt sitt lif, en það átti að undirstrika viðhorf hennar til málverka og myndlistar. Sjá meira hér
Tíminn 07.07.1974

 

Nína Tryggvadóttir – listmári

Nína Tryggvadóttir (fædd 13. mars 1913,dáin 18. júní 1968), skírð Jónína, myndlistakona og ljóðskáld. Málaði aðallega abstraktverk.

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

A Tetrospetive:See more here

Sjá myndband um ferill Nínu Tryggvadóttir hér

 

 

RELATED LOCAL SERVICES