Aðalvík

Aðalvík

Aðalvík ehf var stofnsett í mars árið 1998 af þeim, Jóhannesi T. Halldórssyni og Páli Trausta Jörundssyni. Í upphafi voru starfsmenn um 10 talsins, en jafnt og þétt hefur starfsmönnum fjölgað, og eru nú 26 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu. 

Aðalvík leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, gerð verkáætlana og verkskil, ásamt trúnaði við verkkaupa. Lögð er mikil áhersla á gerð verksamninga, áætlanagerð og verkfundi verktaka og verkkaupa. Skilvirk vinnubrögð spara fjármagn.

Árið 2000 festi Aðalvík ehf, kaup á trésmíðaverkstæði að Hjallahrauni 7 í Hafnarfirði. Þar er starfrækt umtalsverð innréttingasmíði ásamt ýmiskonar smíðavinnu sem tengist öðrum vinnustöðum Aðalvíkur ehf, allt frá nýbyggingum til viðhalds og breytingavinnu ýmiskonar. Á verkstæðinu starfa að jafnaði 5-6 menn.

Starfsemin er annars alhliða byggingarstarfsemi, allt frá nýbyggingum til breytinga og viðhalds ásamt þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Stór þáttur í rekstrinum er tilboðs og verktakastarfsemi þar sem Aðalvík er aðalverktaki með allar iðngreinar undir sinni stjórn. 

 

Síðumúli 13 108 Reykjavík

567 1461

[email protected]

adalvik.com



CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Hafnartorg - ÞG verk

      ÞG Verk

      ÞG Verk

      ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins. Félag...
      VHE

      VHE

      VHE

      Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) var stofnað árið 1971 af Hjalta Einarssyni og Kristjönu G. Jóhannesdóttur. Fyrir...

      Mannverk

      Mannverk

      Mannverk ehf var stofnað á vordögum árið 2012 og í dag starfa hjá okkur yfir tuttugu framúrskarandi starfsmenn og fjölma...

      Húseining ehf.

      Húseining ehf.

      Húseining ehf byggir á Twin Wall, tveggja þátta húseiningakerfi sem hefur verið á byggingamarkaði síðan 2003. Byggð haf...