• Íslenska

Tónleikar Grísalappalísu

Fyrstu tónleikar Grísalappalísu í ár haldnir á KEX Hostel á laugardagskvöldið 2. September

Ein magnaðasta íslenska rokkhljómsveit síðari ári, Grísalappalísa, heldur sína fyrstu tónleika í rúmt ár næstkomandi laugardagskvöld á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel.  Hljómsveitin sem skipuð er þeim Albert Finnbogasyni, Baldri Baldurssyni, Bergi Thomas Anderson, Gunnari Ragnarssyni,  Rúnari Erni Marinóssyni, Sigurði Möller Sívertssen og Tuma Árnasyni.  

Það hefur farið lítið fyrir sveitinni undanfarið ár þar sem nokkrir meðlimir sveitarinnar hafa verið í námi erlendis.   Grísalappalísa hefur gefið út tvær breiðskífur, eina tónleikaplötu og nokkrar sjötommur á sínum ferli.   Hljómsveitin vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum. 

Grísalappalísa er póst-módernísk rokkhljómsveit sem á sinn eigin hátt sameinar áhrif frá því besta frá árunum 1970 til 2017.  Tónlist sveitarinnar er eins íslensk og tónlist getur verið þó að í tónsmíðum þeirra megi greina snefil af síðpönks- og súrkálsrokkáhrifum. 

Tónleikarnir eru laugardagskvöldið 2. september í bókahorninu á KEX Hostel og hefjast stundvíslega klukkan 21:30. 

 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin svo lengi sem húsrúm leyfir.

Skúlagata 28 101 Reykjavík

https://grisalappalisa.com/


2. sept 2017 kl: 21:30


  • Íslenska

CATEGORIES

NEARBY SERVICES