• Íslenska

Magnús Jónsson 1887 – 1958

Magnús Jónsson (f.1887) – kallaður dósent. Hann var guðfræðingur – og kenndi við Háskólann ásamt því að vera þingmaður. Hann ritaði einnig gagnmerkar bækur og greinar um banka- og fjármál. Aukinheldur var hann í bankaráði Landsbankans nær óslitið frá 1927-1950 – og formaður síðustu árin. Á þeim tíma var Landsbankinn einnig seðlabanki landsins..
Hér sannast það sem ég hef oft haldið fram að guðfræði og peningahagfræði séu náskyldar greinar – snúast báðar um trú og traust.
Magnús málaði þó nokkrar vatnslitamyndir af Bjarnarhöfn og nágrenni á milli áranna 1910 og 1920 (að ég held). Ég hafði oft velt því fyrir mér sem krakki – þegar ég gramsaði í rústunum – hvernig að gamli Bjarnarhafnarbærinn hefði litið út. Nú þarf ég ekki lengur að eltast við ímyndunaraflið eitt. Ég er hins vegar ekkert að ýkja – þegar ég segi að útsýnið af bæjarhlaði Bjarnarhafnar sé eitt hið fegursta á landinu. Og það hefur ekkert breyst.
(Texti Ásgeir Jónsson og málverk af Bjarnarhöfn, sem er eigu hans).
Magnús Jónsson (26. nóvember 1887 – 1958) var guðfræðiprófessor, þingmaður og ráðherra um skeið. Hann fæddist í Hvammi í Norðurárdal sonur Jóns Ólafs prests þar Magnússonar og konu hans, Steinunnar Guðrúnar Þorsteinsdóttur sem ættuð var frá Úthlíð í Biskupstungum. Magnús Jónsson fór ungur með foreldrum sínum til Skagafjarðar og ólst upp á prestsetrunum Mælifelli og síðar á Ríp. Hann lauk guðfræðiprófi við Prestaskólann árið 1911 og var prestur Tjaldbúðasafnaðar í Winnipeg um skeið og svo prestur Garða- og Þingvallasafnaða í Norður Dakóta í Bandaríkjunum 1912-1915 og var prestur á Ísafirði 1915-1917 og frá 1917 var hann skipaður dósent við Guðfræðideild Háskóla Íslands og prófessor við sömu deild árið 1928. Hann var þingmaður Reykvíkinga 1921—1946 og var atvinnumálaráðherra í 8 mánuði árið 1942. Hann var skipaður formaður fjárhagsráðs árið 1947 og var það til 1953 er fjárhagsráð var lagt niður.
Bróðir Magnúsar var Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson).
Umfjöllun um Magnús Jónsson í blaði frímúrara  eftir Ólaf G.Sigurðsson sjá meira hér

Related Articles

  Helgi Þorgils Friðjónsson

  Helgi Þorgils Friðjónsson

  Helgi Þorgils Friðjónsson (born March 7, 1953 in Búðardalur, Iceland) is an Icelandic artist. He studied Fine Arts and C...

  Sigfús Halldórsson

  Sigfús Halldórsson

  Sigfús Halldórsson fæddur 7. september 1920 – 21. desember 1996 var íslenskt myndlistamaður,tónskáld. Sigfús Halldórs...

  Sara Vilbergsdóttir

  Sara Vilbergsdóttir

  Sara Vilbergsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlistar og handíðaskóla Íslands og í Statens Kunstakademi í Osló. Hún ...

  Magnús Tómasson

  Magnús Tómasson

  Magnús Tómasson er fæddur 29. apríl 1943. Magnús stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við konunglegu list...


320 Hvammi í Norðurárdal • Íslenska

CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES