Þorgrímur Andri Einarsson

Þorgrímur Andri Einarsson er fæddur í Reykjavík og lagði stund á tónlistarnám í London og í Hollandi og útskrifaðist frá Royal Conservatoire listaháskólanum í Haag Hollandi árið 2010. Hins vegar fékk hann áhuga á olíumálverkum á meðan á dvöl hans stóð og hefur hann eingöngu unnið við þann sjónræna miðil. Þorgrímur Andri leggur áherslu á nákvæma teikningu og liti í sínum verkum. Leitast hann við að fanga viðfangsefnin eins heiðarlega og mögulegt er. Hann nálgast viðfangsefni sín af ástrðu með áherslu á raunsæi í teikningu, tónum og litasamsetningu í bland við uppbrot og abstraksjón. Leikur að flæði milli bakgrunns og forgrunns myndast í því skyni að laða fram áhugaverða fleti með uppbroti.

Þorgrímur Andri hefur sýnt víða um heim, í Bandaríkjunum, Danmörku og auðvitað líka á Íslandi, m.a. nokkrum sinnum í Gallerí Fold.

 

Rauðarárstíg 12 - 14, 105 Reykjavík,

5510400

[email protected]

myndlist.is


27. ágúst kl. 14.00 2022


CATEGORIESNEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles