Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu

Sýn og túlkun barna á gripum safnsins
Einstaklega frjó og skemmtileg verk
Frítt á allar sýningar á hátíðinni

GRANDASKÓLI, 5., 6. OG 7. BEKKUR:

Börnin endurskapa þjóðminjar
Nemendur velt fyrir sér þjóðminjum og sögu þjóðarinnar. Í verkunum fá þjóðminjar nýtt samhengi, ýmist nútímalegt, ævintýralegt og jafnvel hrikalegt!

ÍSAKSSKÓLI 3. BEKKUR:

Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Nemendur Ísaksskóla heimsækja Þjóðminjasafnið oft og tíðum. Í vetur unnu þeir meðal annars sína eigin refla og klæði innblásin af sýningunni Með verkum handanna. Sjón er sögu ríkari!

DALSKÓLI, 5. OG 6. BEKKUR:

Reflar og skildir
Nemendur Dalskóla tengja verk sín við spennandi sögur af goðum og jötnum. Nemendur saumuðu út myndrefil og ristu með rúnaletri nöfn goða og gömul norræn heiti í tré. Orðin mynda skjöld um fínlegan útsaumaðan refil.

FIMMTUDAGINN 25. APRÍL KL. 13-15
Sumardagurinn fyrsti: Skuggamyndasmiðja
Listakonan Sylwia Zajkowska býður upp á skuggamyndasmiðju. Í smiðjunni verður hægt að útbúa leikbrúður og fleira fyrir skemmtilegar skuggamyndasýningar. Allt efni verður á staðnum.

 

 

RELATED LOCAL SERVICES