SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

06/03/18 – 03/03/19

Um sýninguna

SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

„Ég nota módel til að gera tilraunir, ég geri tilraunir til að skilja“

Árið 2014 færði arkitektinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942–2015) Hönnunarsafni Íslands allt innvols vinnustofu sinnar að gjöf. Um er að ræða dagbækur, módel, ljósmyndir, málverk, skissubækur, húsgögn og fleira sem tengist lífi hans og störfum, samtals um 1500 munir. Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.


Næstu mánuði mun starfsfólk Hönnunarsafns Íslands ásamt ýmsum góðum gestum skrásetja þessa muni í sýningarsal safnsins. Skráning er viðamikill hluti af starfsemi safna. Hér geta gestir fylgst með þegar hlutir eru teknir upp úr kössum, ljósmyndaðir, skráðir í safnmunaskrá og loks pakkað eftir kúnstarinnar reglum. Markmiðið er að hluturinn varðveitist en sé um leið aðgengilegur ásamt þeim upplýsingum sem til eru um hann. Því miður er reglugerðum um myndbirtingu verka þannig háttað á Íslandi að mörg söfn sjá sér ekki fært að veita almenningi aðgang að myndefni í safnaskrám. Við vonum að þetta eigi eftir að breytast og að einn góðan veðurdag fái allir lykla að þessari fjársjóðskistu safnanna.
Skráning er spennandi ferli sem víkkar sjóndeildarhringinn, kveikir neista og tengingar, hugmyndir, samtöl og minningar.

 

1) Viðtal við Einar Þorstein í tímaritinu 032c #13 – sumarið 2007, bls 80–83.

Verkefnið hlaut styrk úr Safnasjóði.

Related Articles

  Hljóðön – Rapsódía

  Hljóðön – Rapsódía

  Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 fara fram síðari tónleikar Stirnis Ensemble á yfirstandandi...

  Ófeigur Gullsmiður og Listhús

  Ófeigur Gullsmiður og Listhús

  Skjaldamerki fjölskyldunar - Ófeigur Björnsson, hannað af finnanum Jouni Jappinen. Ófeigur Björnsson is a master ...
  tónn d-salaröð

  Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn 

  Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn 

  Miðvikudag 28. mars kl. 17 í D-sal, Hafnarhúsi Þrítugasti og þriðji listamaðurinn í D-salarröð Listasafns Reykjavíkur...

  Elín Þ. Rafnsdóttir

  Elín Þ. Rafnsdóttir

  Laugardaginn 20. mars opnaði Elín Þ. Rafnsdóttir olíumálverkasýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, sem ...


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland