GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU
Stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ

í Listasafni Árnesinga í Hveragerði
14. júní – 15. september 2019

Verið velkomin á opnun í föstudaginn 14. júní kl. 17:30

Sýning á völdum verkum úr stofngjöf Listasafns ASÍ
Listasafn Árnesinga og Listasafn ASÍ hafa tekið höndum saman og standa fyrir sýningu á völdum verkum úr stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 14. júní – 15. september 2019.

Listaverkagjöf Ragnars – um 147 verk – lagði grunninn að Listasafni ASÍ og geymir verk margra af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar frá síðustu öld. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu. Ragnar í Smára var athafnamaður sem setti mennskuna og mannlífið í fyrsta sæti og vildi tryggja að almenningur fengið notið þess besta sem við eigum af myndlist.

Sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur.

Bók um stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ
Sama dag kemur út bók sem ber sama heiti og sýningin, veglegt rit sem fjallar um öll verkin 147 sem tilheyra gjöf Ragnars í Smára. Gjöfin, sem hefur að geyma verk eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ 1961. Þetta er í fyrsta sinn sem stofngjöf Ragnars í Smára kemur út á bók sem ein heild.

Það er Listasafn ASÍ sem gefur bókina út, Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri ritstýrði útgáfunni, Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur ritaði grein í bókina um verkin í stofngjöfinni og velgjörðarmanninn Ragnar í Smára og valdi texta með nokkrum verkanna. Sarah M. Brownsbergar þýddi allt efni bókarinnar á ensku, Vigfús Birgisson ljósmyndaði verkin og Arnar & Arnar hönnuðu útlit.

Listasafn ASÍ
Skrifstofa: Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
+354 535 5635

ASÍ Art Museum
Office: Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
+354 535 5635

Sjá fleiri greinar um íslendska myndlist klikka hér

RELATED LOCAL SERVICES