• Íslenska

Vala Fannell með fyrirlestur í Listasafninu

Þriðjudaginn 13. október kl. 17-17.40 heldur Vala Fannell, leikstjóri og verkefnastjóri nýrrar sviðslistabrautar Menntaskólans á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sviðslistabraut MA: Kraftmikil nýjung.
Í fyrirlestrinum mun Vala fjalla um nýstofnaða sviðslistabraut Menntaskólans og aðkomu sína að henni. Vala hóf nám í leikstjórn og leiklist í London 2009 og kenndi leiklist á háskólastigi til 2013. Hún rak sitt eigið leikhúsfyrirtæki til 2018 er hún flutti til Akureyrar þar sem hún hefur starfað síðan. Vala kennir einnig við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar og stundar samhliða mastersnám í leiklistarkennslu við Listaháskóla Íslands. Hún mun leikstýra uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikverkinu Benedikt Búálfur sem verður frumsýnt í febrúar 2021.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Sunna Svavarsdóttir, myndlistarmaður, Þóra Sigurðardóttir, sýningarstjóri, Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður, og Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður.

Related Articles

  Finnur Jónsson 1891 – 1961

  Finnur Jónsson 1891 – 1961

  Finnur Jónsson Myndlistamaðir Sjá meira hér Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér...

  Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002)

  Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002)

  Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002)  Guðmunda Andrésdóttir er einn helsti fulltrúi abstraktlistarinnar í íslenskri mynd...

  Bjarni Thor Kristinsson

  Bjarni Thor Kristinsson

  Bjarni Thor Kristinsson er hópi þeirra íslensku óperusöngvara sem náð hefur hvað lengst á erlendri grund. Hann hóf söngn...

  Gunnlaugur P. Blöndal listmálari

  Gunnlaugur P. Blöndal listmálari

  Vala Ásgeirsdóttir forsætisráðherrafrú í stuttu spjalli við Vikuna Mynd sem Gunnlaugur Blöndal málaði af Völu 18 ára ...


Listasafnið á Akureyri 600 Akureyri

listak.is


13. október kl. 17-17.40


 • Íslenska

CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES