Vala Fannell með fyrirlestur í Listasafninu

Þriðjudaginn 13. október kl. 17-17.40 heldur Vala Fannell, leikstjóri og verkefnastjóri nýrrar sviðslistabrautar Menntaskólans á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sviðslistabraut MA: Kraftmikil nýjung.
Í fyrirlestrinum mun Vala fjalla um nýstofnaða sviðslistabraut Menntaskólans og aðkomu sína að henni. Vala hóf nám í leikstjórn og leiklist í London 2009 og kenndi leiklist á háskólastigi til 2013. Hún rak sitt eigið leikhúsfyrirtæki til 2018 er hún flutti til Akureyrar þar sem hún hefur starfað síðan. Vala kennir einnig við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar og stundar samhliða mastersnám í leiklistarkennslu við Listaháskóla Íslands. Hún mun leikstýra uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikverkinu Benedikt Búálfur sem verður frumsýnt í febrúar 2021.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Sunna Svavarsdóttir, myndlistarmaður, Þóra Sigurðardóttir, sýningarstjóri, Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður, og Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður.

Related Articles

  List í ljósi, verk á Safnanótt

  Safnanótt í Þjóðminjasafni og Safnahúsinu Hverfisgötu

  Safnanótt í Þjóðminjasafni og Safnahúsinu Hverfisgötu

  Safnanótt hefur verið árlegur viðburður á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2002. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að ...

  Gallerí Kúpa

  Gallerí Kúpa

  Gallerí Kúpa er listamannarekið gallerí/rými staðsett að Laugavegi 29b í Reykjavík....

  Bergur Thorberg

  Bergur Thorberg

  Bergur Thorberg myndlistamaður er fæddur 1951 og uppalin í Skagastönd og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og sa...

  Safnahúsið við Hverfisgötu

  Safnahúsið við Hverfisgötu

  Fjársjóður á Hverfisgötunni Eitt af stásslegustu húsum höfuðborgarinnar er Safnahúsið við Hverfisgötu. Húsið var bygg...


Listasafnið á Akureyri 600 Akureyri

listak.is


13. október kl. 17-17.40


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland