Spessi 1990-2020

Spessi 1990-2020
27.3.2021-29.8.2021

Samtímaljósmyndarinn Spessi – Sigurþór Hallbjörnsson – hefur skapað sér einstakan stíl á sviði fagurfræðilegrar ljósmyndunar. Í verkum hans birtist iðulega blákaldur veruleikinn, ekkert fegrað og ekkert dregið undan sama hvort myndefnið er manneskjan eða umhverfið. Kimar samfélagsins í samtvinningi við menningarlífið eru áberandi í verkum hans. Val hans og efnistök eru gjarnan ögrandi en samtímis gædd mannúð og kímni.

Spessi er fæddur árið 1956 á Ísafirði. Þangað hefur hann sótt innblástur í mörg verk eins og sést í myndaröðunum Hetjur og Úrtak. Nýjasta verkefni hans C19 var einnig tekið í heimabæ hans. Spessi nam ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi og útskrifaðist þaðan árið 1994. Ljósmyndir og vídeóverk hans hafa birst á fjölmörgum einkasýningum og samsýningum hér á landi og erlendis m.a. í Hollandi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi.

Ferill Spessa spannar meira en 30 ár og á yfirlitsýningu hans má sjá þær ótal sögur sem birtast í verkum hans. Stoltar hvunndagshetjur, einmana bensíndælur, yfirgefin rými, beygluð byltingarvopn, byssueigendur, blokkaríbúar og listamenn, sumir vandræðalegir aðrir sjálfsöruggir.

Verk Spessa eru spegill á íslenskt samfélag og fela í sér mikilvæga samfélagsrýni.
Dagskrá

  1. apríl kl. 12 Fyrirlestur: Út fyrir þægindarammann – ljósmyndun Spessa. Linda Ásdísardóttir
  1. apríl kl. 14 Listamannaspjall og leiðsögn: Spessi
  1. maí kl. 12 Fyrirlestur: Hið manngerða landslag í ljósmyndum Spessa. Birkir Karlsson
  1. ágúst – sýningarlok

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskylda og tveggja metra reglan gildir á safninu. 

SUÐURGATA 41 102 Reykjavik

530-2200

[email protected]

thjodminjasafn.is/


27.3.2021-29.8.2021


CATEGORIES



iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      samtímalist frá danmörku

      Opnun: Samtímalist frá Danmörku

      Opnun: Samtímalist frá Danmörku

      23.02.−21.05.2018 Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku Verið velkomin á opnun sýningarinnar í Listasafni Reykjaví...

      Dýrslegur kraftur

      Dýrslegur kraftur

      Dýrslegur kraftur. Sýningatímabil  18.02.-30.05.2021 Ný sýning í Hafnarhúsi Sýningin Dýrslegur kraftur verður opin...

      Yfirskyggðir staðir

      Yfirskyggðir staðir

      Ný verk eftir Sigurð Guðjónsson    Sýningatímabil 09.04.-05.06. 2021 Verið velkomin á sýningu Sigurðar Guðjónssonar ...

      Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

      Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

        Kominn tími til - Tíunda Sequences myndlistarhátiðin Tíunda Sequences myndlistarhátiðin verður sett í d...