Umhverfishátíð í Norræna húsinu – Gerum heimilin grænni!

Umhverfishátíð Mynd: Flatbökusamsteypan

Mynd: Flatbökusamsteypan

Helgina 7.-8. apríl verður boðið upp á fjölbreytta umhverfisdagskrá í Norræna húsinu fyrir gesti á öllum aldri. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að umhverfisvænna og grænna heimili.

Meðal annars verður boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Heimili okkar – hús og garður – eru lítil vistkerfi þar sem við setjum reglurnar!

Helstu samstarfsaðilar eru: Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Umhverfisstofnun og Vakandi. Norðurlönd í fókus taka þátt í að skipuleggja og kosta umhverfishátíðina.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Norræna húsið, Sæmundargötu 11 101 Reykjavík

422 5111

[email protected]

www.matis.is/matis/frettir/umhverfishatid-i-norraena-husinu-gerum-heimilin-graenni


7.-8. apríl


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Soffía Sæmundsdóttir

      Soffía Sæmundsdóttir

      Lokadagur sýningar Soffíi Sæmundsdóttur Inn á milli í Gallerí Fold við Rauðarárstíg er laugardagurinn 11. mars. Soffí...

      Héðan og þaðan – Kristján Steingrímur

      Héðan og þaðan – Kristján Steingrímur

      BERG Contemporary   Héðan og þaðan   Nú opnar ný sýning hjá okkur eftir Kristján Steingrím á laugardag klukkan 17, en...

      STÖPLAR – UNNAR ARI BALDVINSSON

      STÖPLAR – UNNAR ARI BALDVINSSON

      STÖPLAR – UNNAR ARI BALDVINSSON 13. mars - 15. apríl Sýning Unnars Ara Baldvinssonar “Stöp...

      Sæmundur Þór Helgason

      Sæmundur Þór Helgason

      Sæmundur Þór Helgason: Solar Plexus Pressure Belt™G2 16.10.2021–24.10.2021 11:00–18:00 ...