Norræna Húsið – Fundur Fólksins 2023

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins í Norræna húsinu
15. & 16. september 2023

Fjölmargir þátttakendur hafa boðað komu sína á hátíðina í ár og munum við sjá fjölbreytt umræðuefni, viðburði og samtöl auk skemmtidagskrár á meðan á hátíðinni stendur.
Stjórnmál, menning, listir, grasrótin, virkni, umræður, reynslusögur ásamt lýðræðislegum og samfélagslegum gildum verða til umræðu. Fundur fólksins eflir lýðræðisvitund allra sem láta sig samfélagið varða, hátíðin er fjölskylduvæn, fjölbreytileg, uppbyggileg og fróðleg. Taktu daginn frá – vertu með og segðu þína skoðun!

FUNDUR FÓLKSINS

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Markmið fundarins er að skapa meira traust og skilning á milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála og fjölmiðla.

SJÁLFSTÆÐ HÁTÍÐ

Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annnars staðar.

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins var fyrst haldin í Norræna húsinu í júní 2015 að fyrirmynd annarra Norðurlanda, sem hafa haldið sambærilega fundi; á Borgundarhólmi (Danmörk), í Arendal (Noregur) og í Almedalen (Svíþjóð). Gestir þessara funda í nágrannalöndunum telja að öllum jafnaði tugi þúsunda og þar er að finna afar umfangsmikla þátttöku frjálsra félagasamtaka, stofnana, stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks, fyrirtækja auk almennra borgara.

UNDIRBÚNINGUR

Frjáls félagasamtök hafa verið leiðandi í undirbúningi hátíðarinnar með þátttöku og stuðningi opinberra aðila.

Nokkur félagasamtök komu strax í upphafi að undirbúningi fundarins, þ.á.m. Almannaheill. Ári síðar tók Almannaheill hátíðina að sér með fjárhagsstyrk frá félagsmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg ásamt stuðningi frá Norræna húsinu. Árið 2017 var hátíðin flutt til Akureyrar með samningi Almannaheilla við Menningarfélag Akureyrar, þar sem hátíðin var haldin undir nafninu LÝSA – Rokkhátíð samtalsins í Menningarhúsinu Hofi. Stefnt er að því að Fundur fólksins verði haldinn í Reykjavík næstu ár, með stuðningi Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðuneytisins og annarra samstarfsaðila.

Dagskrá 2023

Sæmundargötu 11 102 Reykjavík

695 4048

[email protected]

fundurfolksins.is/


15. & 16. september 2023


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Ásta Fanney Sigurðardóttir

      Ásta Fanney Sigurðardóttir

      / SKÖPUN / EYÐING / Ásta Fanney Sigurðardóttir: Oasis of endless change – lifandi flutningur með Nýlók...

      Reykjavik Jazz Festival

      Reykjavik Jazz Festival

      Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 9. -13. ágúst 2017. Hátíðin freistar þess að bjóða uppá það besta í íslenskri jazz...

      Listasafn Íslands – Leiðsögn um Nokkur nýleg verk

      Listasafn Íslands – Leiðsögn um Nokkur nýleg verk

      Nokkur nýleg verk – leiðsögn sýningarstjóra 24. september kl. 14 Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg Leiðsögn Önnu Jóh...

      Steingrímur Eyfjörð

      Steingrímur Eyfjörð

      HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun sýningar Steingríms Eyfjörð Megi þá helvítis byltingin lifa, laugardaginn 30. mars kl.1...