Hallgerður Hallgrímsdóttir

Sýningaropnun – Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti
Laugardagur 22. janúar kl. 12-17

Laugardaginn 22. janúar verður sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti, opnuð í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands,  sýningarstjóri er Unnar Örn Auðarson.

Það er svo auðvelt að taka mynd – bara að ýta á takkann – næstum objet trouvé, skjalfesting á fundarstað ljóseinda við sameindir. Á sama tíma er ljósmyndin leyndardómsfull og tilfinningarík, þar sem fagurfræði og innsæi leggja sitt á vogarskálarnar og vísindin eru aldrei langt undan.

Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér ljósmyndatækninni sem miðli þar sem hún skoðar bæði veruleikann í ljósmyndinni sem og veruleika ljósmyndarinnar sjálfrar. Verkin eru unnin með möguleika miðilsins í huga sem felast ekki bara í því að fanga viðfangsefnið í fallegri birtu, heldur líka öllu sem gerist í myndavélinni, í myrkraherberginu og, nú nýlega, í stafrænni vinnslu. Á hverju stigi í ferlinu getur myndin farið í ólíkar áttir – það er engin ein rétt leið til að búa til ljósmynd og sýn myndavélarinnar er aldrei hlutlaus.

Hallgerður Hallgrímsdóttir er myndlistarkona sem vinnur mest með ljósmyndamiðlinn í sinni sköpun. Hún er með BA í myndlist með áherslu á ljósmyndun frá Glasgow School of Art og meistaragráðu í myndlist frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi árið 2019. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. Ljósmyndabók Hallgerðar Hvassast kom út árið 2016 og svo 2018 gaf Pastel ritröð út ljóð-myndabókina Límkennda daga. Hallgerður býr og starfar í Reykjavík.

Safnið er opið frá 12 – 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin hlaut styrk frá Myndstef.

Strandgata 220 Hafnafjörður


Laugardagur 22. janúar 2022 kl. 12-17


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt. Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00 ...

      Ágústa Kristófersdóttir leiðsögn verk úr safneign

      Ágústa Kristófersdóttir leiðsögn verk úr safneign

      „Frá Hafnarfirði“ eftir Jón Engilberts Ágústa Kristófersdóttir, fyrrum forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri s...

      Dagný Dögg Steinþórsdóttir

      Dagný Dögg Steinþórsdóttir

      Ein stök Hús // Dagný Dögg Steinþórsdóttir 8.-11. júní 2023 Ein stök hús er ljósmyndasýning sprottin upp frá þeir...

      Myrkmas Christmas Concert

      Myrkmas Christmas Concert

      The annual Myrkmas concert will be held, for the first time, on the 10th of December at Dillon. The surfing supe...