Hallgerður Hallgrímsdóttir

Sýningaropnun – Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti
Laugardagur 22. janúar kl. 12-17

Laugardaginn 22. janúar verður sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti, opnuð í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands,  sýningarstjóri er Unnar Örn Auðarson.

Það er svo auðvelt að taka mynd – bara að ýta á takkann – næstum objet trouvé, skjalfesting á fundarstað ljóseinda við sameindir. Á sama tíma er ljósmyndin leyndardómsfull og tilfinningarík, þar sem fagurfræði og innsæi leggja sitt á vogarskálarnar og vísindin eru aldrei langt undan.

Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér ljósmyndatækninni sem miðli þar sem hún skoðar bæði veruleikann í ljósmyndinni sem og veruleika ljósmyndarinnar sjálfrar. Verkin eru unnin með möguleika miðilsins í huga sem felast ekki bara í því að fanga viðfangsefnið í fallegri birtu, heldur líka öllu sem gerist í myndavélinni, í myrkraherberginu og, nú nýlega, í stafrænni vinnslu. Á hverju stigi í ferlinu getur myndin farið í ólíkar áttir – það er engin ein rétt leið til að búa til ljósmynd og sýn myndavélarinnar er aldrei hlutlaus.

Hallgerður Hallgrímsdóttir er myndlistarkona sem vinnur mest með ljósmyndamiðlinn í sinni sköpun. Hún er með BA í myndlist með áherslu á ljósmyndun frá Glasgow School of Art og meistaragráðu í myndlist frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi árið 2019. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. Ljósmyndabók Hallgerðar Hvassast kom út árið 2016 og svo 2018 gaf Pastel ritröð út ljóð-myndabókina Límkennda daga. Hallgerður býr og starfar í Reykjavík.

Safnið er opið frá 12 – 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin hlaut styrk frá Myndstef.

Related Articles

  Finnur Jónsson 1891 – 1961

  Finnur Jónsson 1891 – 1961

  Finnur Jónsson Myndlistamaðir Sjá meira hér Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér...

  VALTÝR PÉTURSSON

  VALTÝR PÉTURSSON

  VALTÝR PÉTURSSON Sýningatími  frá: 24.9.2016 - 12.2.2017, Listasafn Íslands Valtýr Pétursson (1919−1988) var braut...

  Eldheimar Eldfjallasafn

  Eldheimar Eldfjallasafn

  ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærs...

  Litla Gallerý

  Litla Gallerý

  Litla Gallerý var formlega opnað þann 12.09.2019 með heiðursýningu á verkum Ketils Larsen listamanns sem lést árið 2018....


Strandgata 220 Hafnafjörður


Laugardagur 22. janúar 2022 kl. 12-17


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland