Safnahúsið – Sjónarafl

Safnahúsið
Sjónarafl – Vilt þú læra myndlæsi?
10. desember kl. 14:00 – 15:00

Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!
Í þetta skiptið mun Edda Halldórsdóttir fara fyrir hópnum. Edda er listfræðingur og hefur undanfarin sjö ár starfað hjá Listasafni Reykjavíkur í deild safneignar og rannsókna. Hún hefur sýningarstýrt ýmsum sýningum hjá safninu, m.a. sýningum í D-salarröð safnsins í Hafnarhúsinu og sýningum á verkum Jóhannesar S. Kjarvals á Kjarvalsstöðum.
Áður starfaði hún hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands, sem framkvæmdastjóri Sequences-myndlistarhátíðar, auk annarra verkefna á sviði myndlistar og listfræða. Edda situr í stjórn Listfræðafélags Íslands.

Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið [email protected] Takmarkaður fjöldi.

Hverfisgata 15 101 Reykjavík

515 9600

[email protected]

listasafn.is/


10. desember kl. 14:00


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Bjarni Thor Kristinsson

      Bjarni Thor Kristinsson

      Bjarni Thor Kristinsson er hópi þeirra íslensku óperusöngvara sem náð hefur hvað lengst á erlendri grund. Hann hóf söngn...

      Helgi Þorgils Friðjónsson

      Helgi Þorgils Friðjónsson

      Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur 7. mars 1953 í Búðardal. Hann lærði myndlist og handverk frá 1971 til 1976, eftir þa...

      Margret Laxness

      Margret Laxness

      Lærði myndlist í MHÍ í Reykjavík og í Accademia di belle Arti di Roma, hefur  málaralistina í aðalhlutverki og hefur sta...

      HULDA HÁKON / HVERRA MANNA ERTU?

      HULDA HÁKON / HVERRA MANNA ERTU?

      HULDA HÁKON / HVERRA MANNA ERTU? YFIRLITSSÝNING Á VERKUM HULDU HÁKON 24.5.2019 - 29.9.2019 Listasafn Íslands efnir til y...