Safnanótt

föstudaginn 2. febrúar í Listasafni Reykjavíkur

Fjölbreytt dagskrá í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum
Verið velkomin á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar. Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu frá klukkan 17.00 – 23.00.

Dagskrá í Hafnarhúsi:

17.00–19.00 Listaverkabingó fyrir yngri gesti og barmmerkjagerð

18.00–21.00 Örleiðsagnir um sýningar

18.00 / 18.30 / 19.00 Valdatafl: Erró, skrásetjari samtímans með Baldri Þórhallsyni stjórnmálafræðingi
19.30 / 20.00 / 20.30 D-vítamín með sýningarstjórum

19.00 – 23.00 Pop-up bar á 2. hæð

19:45 Upplestur frá Hrefnu Hörn Leifsdóttir, listamanni D-vítamíns

20:45 Gjörningur Röð/Rás eftir Þórð Hans Baldursson á sýningunni D-vítamín

19.00 / 21.00 Danshópurinn Forward: Reloading
Dansverk eftir Önnu Guðrúnu Tómasdóttur og Bjartey Elínu Hauksdóttur

Dagskrá á Kjarvalsstöðum:

19.00 / 19.30 / 20.00 Opnar listaverkageymslur
Einstakt tækifæri til að skoða listaverkageymslur Listasafns Reykjavíkur í fylgd safnafræðings – Takmarkaður aðgangur. Skráning HÉR

18.00 / 18.30 / 19.00 / 19.30 Örleiðsögn með sýningarstjóra um sýninguna Kjarval og 20 öldin

20.00 / 21.00 Leiðsögn listamanns – Hekla Dögg Jónsdóttir: 0° 0° Núlleyja

Dagskrá á Ásmundarsafni:

17.00–20.00 Teiknismiðja með listamanninum Sigurði Ámundasyni fyrir alla aldurshópa

RELATED LOCAL SERVICES