Ásdís Kalman sýnir í Gallerí Grótta

Hopefully, olíverk eftir Ástu Kalmann

2. desember opnar sýning á verkum Ásdísar Kalman myndlistarmanns í Gallerí Grótta, sýningin er á Eiðistorg 11 á 2. hæð Seltjarnarnes.

Málverkið er sá miðill sem Ásdís hefur aðallega notað en einnig hefur hún gert verk með blandaðri tækni. Á sýningunni í Gallerí Grótta heitir Ljósbrot og byggist á málverkum sem eru unnin á árunum 2019 -2021. Verkin eru viðleitni í leit að ljósi, upplifun og minningu. Þau verða til í athöfninni við að mála eftir innsæi. Verkin eiga það sameiginlegt að vera abstrakt og eru máluð með olíu á striga. Ásdís hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.

Sýningin stendur til 8. janúar 2022.

Opið er mánudaga – fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 10 -17 og á laugardaga kl. 11-14. Allir velkomnir

Related Articles

  Hörður Ágústsson

  Hörður Ágústsson

  Hörður Ágústsson, fæddur 1922, er einn af fremstu og fjölhæfustu listamönnum þjóðarinnar, sjónmenntamaður í þess orðs fy...

  Jóhannes Jóhannesson 1921-1998

  Jóhannes Jóhannesson 1921-1998

  Jóhannes Jóhannesson (1921-1998) var einn af stofnendum Septem-hópsins og þróaðist list hans frá hlutbundnum verkum ...

  Gallery Port

  Gallery Port

  Port er listamannarekið gallery og vinnustofa við Laugaveg 23b, það er opið miðviku- til laugardags frá 12:00-18:00. ...

  Eggið – gagnvirk sýning fyrir börn

  Eggið – gagnvirk sýning fyrir börn

  Verið velkomin á sýninguna Eggið! Eggið er gagnvirk sýning fyrir börn byggð á samnefndri myndabók sem skrifuð er af San...


Eiðistorg 11 170 Seltjarnarnes

[email protected]

facebook.com/GalleriGrotta


mánudaga - fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 10 -17 og á laugardaga kl. 11-14.


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland