Umræðuþræðir: Bonaventure Soh Bejeng Ndikung

bonaventure

Bonaventure Soh Bejeng Ndikung

Fimmtudag 15. febrúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Annar gestur í röð Umræðuþráða árið 2018 er sýningarstjórinn Dr. Bonaventure Soh Bejeng Ndikung. 

Bonaventure er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og líftæknifræðingur. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi listamiðstöðvarinnar SAVVY í Berlín og ritstjóri samnefnds tímarits sem fjallar um afríska samtímalist. Hann var einn sýningastjóra Documeta 14 í Kassel í Þýskalandi 2017.

Meðal nýlegra verkefna hans má nefna Unlearning the Given: Exercises in Demodernity and Decoloniality, SAVVY Contemporary, 2016; The Incantation of the Disquieting Muse, SAVVY Contemporary, 2016; An Age of our Own Making í Holbæk, MCA Hróaskeldu og Kunsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn, 2016-17; The Conundrum of Imagination, Leopold Museum Vín/ Wienerfestwochen, 2017.

Bonaventure hefur kennt og haldið fyrirlestra víða til dæmis í Tyler School of Art Philadelphia, Deutsche Bank Kunsthalle, Aalto háskólanum í Helsinki, Art Basel, Villa Arson Nice, Muthesius Kunsthochschule Kiel, MASS Alexandria, HfbK Hamborg og á Gwangju tvíæringnum.

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Allt frá árinu 2012 hefur listamönnum, fræðimönnum og sýningastjórum sem njóta viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi verið boðið hingað til lands á vegum verkefnisins.

Lagt er upp með að skapa vettvang fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, kenna gestanámskeið og kynna um leið eigin verk og hugðarefni.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Goethe stofnunin er samstarfsaðili verkefnisins.

Hafnarhús, Tryggvagata 17 101 Reykjavík

+354 411 6400

[email protected]

listasafnreykjavikur.is


15. febrúar 2018 kl. 20:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      The Settlement Center

      The Settlement Center

      The Settlement Center is located in Borgarnes. The Settlement Center consists of a restaurant and a museum. The museum h...

      Guðjón Böðvarsson

      Guðjón Böðvarsson

      Nýverið gaf Guðjón út lagið Everyday/Í Allan Dag. Í framhaldi af því gefur hann út íslenskt jólalag á næstu vikum sem va...

      Virði menningar á Norðurlöndum

      Virði menningar á Norðurlöndum

      Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum – norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð Hornsteinn eða hornr...