Jón Engilberts

Jón Engilberts

Jón Sigurjónsson sem síðar kallaði sig Engilberts að eftirnafni (fæddur 23. maí 1908 í Reykjavík, dáinn 1972) var íslenskur listamaður. Á árunum 1921-22 gekk hann í einkaskóla Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) í Reykjavík og stundaði síðan nám við Samvinnuskólann árin 1925-26. Árið 1927 fluttist Jón til Kaupmannahafnar og hófst þar við teikninám við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn. Á árunum 1928-31 stundaði hann teikninám í skóla Viktors Isbrand og við konunglegu Akademíuna. Árið 1931 fór Jón til Óslóar og hóf nám í Statens Kunstakademi og var þar til ársins 1933. Árið 1933-34 bjó hann í Reykjavík en flutti síðan aftur til Kaupmannahafnar árið 1934 og bjó þar til ársins 1940. Árið 1940 flutti Jón heim til Íslands og byrjaði að byggja sér hús með stórri vinnustofu á horni Flókagötu og Rauðarárstígs. Fyrsta sýning Jóns var haldin í desember, árið 1943, en hún var staðsett í húsinu hans á Flókagötu 17.

 

Sjá hér fleiri greinar um íslenska myndlistamenn

101 Reykjavík


1908-1972


CATEGORIES




iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Gerðuberg – Sjáðu fegurð þína

      Gerðuberg – Sjáðu fegurð þína

      Gerðuberg - Sjáðu fegurð þína 26. október - 30. desember 2023 Myndlistarsýningin, Sjáðu fegurð þína, opnar í sýninga...

      ULLARSELIÐ – WOOL CENTRE

      ULLARSELIÐ – WOOL CENTRE

      Ullarselið is a store set up by individuals interested in the utilisation of wool and other natural Icelandic material. ...

      Silvia Björgvins

      Silvia Björgvins

      Opnun Silviu V. Björgvins, Bíósal Duus Safnahúsa Listamaðurinn, , opnar „Frjósemi” sumarsýningu 2023 í Bíósal Duus Sa...

      Jónína Ninný Magnúsdóttir

      Jónína Ninný Magnúsdóttir

      Ninný Magnúsdóttir er myndlistamaður sem einbeitir sér aðallega að vatnslitamyndum og olíumálverkum með blandaðri tæ...