Gunnhildur Þórðardóttir

Á sýningunni Brot með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur eru glæný verk bæði tví – og þrívíð verk sem fjalla um brot bæði sem líkamlegt fyrirbæri en einnig sem myndræn túlkun. Þannig geta verkin verið brot úr degi eða tíma og rúmi, brot úr náttúrunni, brot úr mynstri á dúk eða viskastykki, jafnvel brot af fjalli, fossi eða minningu og brot úr ljóði osfrv. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Öll verkin á sýningunni eru einnig gerð úr brotum eða afskurði úr hinum ýmsa efniviði t.d. timbri eða úr hlutum sem fá nýtt hlutverk s.s. gömul húsgögn, geymslukassar, gardínur eða listaverk.
Gunnhildur Þórðardóttir er með MA í liststjórnun, tvílhliða BA nám í sagnfræði (listasögu) og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge UK og viðbótardiplóma í listkennslu bæði fyrir grunn – og framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur starfað við kennslu síðan 2014 og starfað í rúm tíu ár fyrir listasöfn bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ sem sérfræðingur eða verkefnastjóri safnkennslu og upplýsingamála. Hún hefur unnið mörg trúnaðarstöf fyrir myndlistarmenn og setið í stjórn ýmissa nefnda fyrir myndlistamenn og sem sérfræðingur á myndlistasviði bæði sem sýningarstjóri og verkefnastjóri gestavinnustofu Sambands íslenskra myndlistarmanna, verkefnastjóri hjá Listskreytingasjóði ríkisins, verkefnastjóri verkefnisins Dagur myndlistar. Hún hefur verið virkur myndlistamaður í tuttugu ár og sýnt víða bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur einnig gefið út ljóðabækur og samið námsefni og verið með sjálfstæð myndlista – og skáldaverkefni auk þess að reka Myndlistaskóla Reykjaness. Hún hefur hlotið marga styrki m.a. Mugg, Menningarstyrk Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar.
 

Strandgata 19 220 Hafnarfjörður

litlagallery.is



CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Lóla Florens

      Lóla Florens

      "Það gengur vel" - Íris & Svava -  Verið hjartanlega velkomin í Vefverslun Lunu og Lólu Flórens....
      Listvinahúsið, leirmunir

      Listvinahúsið

      Listvinahúsið

      Listvinahúsið er elsta listasmiðja landsins, stofnað árið 1927 af listamanninum Guðmundi Einarsyni frá Miðdal.  Var List...

      Höfundakvöld með Monika Fagerholm

      Höfundakvöld með Monika Fagerholm

      Monika Fagerholm (fædd 1961) er einn athyglisverðasti finnsk-sænski rithöfundur samtímans. Henni hefur verið lýst sem fr...

      Rauður þráður: Málþing um list Hildar Hákonardóttur

      Rauður þráður: Málþing um list Hildar Hákonardóttur

      Rauður þráður: Málþing um list Hildar Hákonardóttur á Kjarvalsstöðum laugardaginn 21. ja...