LEIÐIR – JORIS RADEMAKER

LEIÐIR – JORIS RADEMAKER

Sýningin opnar 6.mars kl. 14.00

Lifandi tónlist við opnun.

Myndlistarmaðurinn Joris Rademaker opnar myndlistarsýningu sína Leiðir í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 6. mars kl. 14.

Joris lauk kennaranámi í Tilburg í Hollandi árið 1983 og myndlistarnámi í AKI, Enschede, Hollandi árið 1986. Hann hefur haldið sýningar á ýmsum stöðum á Íslandi eins og í Listasafni Akureyrar, Nýlistasafninu í Reykjavík, Gallerí Skugga, Safnasafninu á Svalbarðsströnd, Grafíksalnum, Safnahúsinu á Húsavík, Mjólkurbúðinni og Pálshúsi á Ólafsfirði. Eins hélt hann einkasýningar í Studiogalerie í Berlín og Den Bosch í Hollandi og samsýninguna From Iceland í Schijndel í Hollandi.

Joris var valinn Bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006 og hlaut starfslaun myndlistarmanna árið 2014.

Joris segir setninguna „lost in space“ hafa fylgt honum í listsköpuninni.

“Flest mín verk fjalla um rými, orku og tímann, sem við notum til að finna leiðir til að upplifa einhvern tilgang.

Náttúran er minn helsti innblástur og abstrakt myndlist er aðferðin til að gera orkuna og hreyfingu í náttúrunni sýnilega.

Að nota kartöflur í staðinn fyrir hringform býður upp á meiri fjölbreytni, hreyfingu og orku á myndfletinum.

Kartaflan hefur verið og er enn grunnfæða fjölda fólks. Útlit hennar er einhverskonar grunnform. Hún er notuð sem efniviður í mörgum listaverkum og býður í raun upp á endalausa möguleika.”

 

Þau verk sem sýnd eru í Hofi má skipta í tvo hópa:

Hvítu akrýlmálverkin eru eldri, en helmingur þeirra eru nýlega kláruð og í þeim fær mynduppbyggingin mesta athygli.

Svörtu gvass myndirnar eru nýjar og fjalla um birtu úr myrkrinu, þar sem hringlaga form dúkkar upp.

 

Sýningin er opin á opnunartíma Hofs og stendur til 11.apríl 2021

 

ARTIST STATEMENT

 

The way Joris works in series contributes to driving tension that is the hallmark of his work. This tension in his paintings is reinforced by the subtile and yet palpable opposition between discipline and chaos. On the one hand, the forms are strictly bound in a carefully formed system, and, on the other, the picture plane becomes disjointed in a game of illusions.

Thus the oeuvre is a striking juxtaposition of different representations, yet it presents an uncanny kind of wholeness. Joris has produced rows of a variety of works that share the dissolution of tight forms and the suggestion of perpetual motion.

This feeling of motion is captured using organic matter such as food; spaghetti, nuts and potatoes provide organic forms and lines, representing a strange kind of order and disorder that is packed with life.

 

Citation from Úlfhildur Dagsdóttir 2010. An Alien. Listasafnið á Akureyri.

The exhibition opens on the  6th of March at 14.00

RELATED LOCAL SERVICES