Eggert Magnússon 1915 – 2010

Eggert Magnússon  1915 – 2010

Eggert er Reykvíkingur í húð og hár. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá bænum Breiðholti og Hrefna Eggertsdóttir Norðdal frán Hólmi við Hólmsá. „Hólmur var hérna rétt fyrir ofan,“ segir Eggert og bendir út um stofugluggann.
Magnús, faðir Eggerts, rak sauðabú við Engjabæ við Holtaveg, þar sem nú er Grasagarðurinn í Laugardal og þar átti Eggert lengst af heima, eða í 35 ár. „Við vorum tólf systkinin og erum ellefu á lífi enn, ég er næstelstur en það er nú lítið af okkur að segja.“   Sjá meira hér

..Ég byrjaði að fást við að mála í kringum 1960 og hef verið að dútla við þetta síðan. Ég held að það sé í ættinni að hafa ánægju af þessu, systur mínar teikna og mála og eru í Batík t.d. hún Hrefna. Við erum af ætt Guðmundar í Miðdal og þetta er eitthvað í blóðinu, blessaður vertu. Annars hef ég alltaf verið með annan fótinn á sjónum. Ég byrjaði 16 ára sem hjálparkokkur á Skúla fógeta og var svo líka á Hannesi ráðherra í mörg ár. Þetta var nú í þá daga þegar gufuvélar voru í skipum og ég komst snemma upp á lagið með að halda þeim gangandi.   Sjá meira hér 

 

Eggert var sjálfmenntaður listamaður sem hóf að mála myndir uppúr 1960 samhliða sjómennsku. Hann fór ungur til sjós og stundaði bæði veiðar við Grænland og strendur Gambíu í Afríku. Hann vann meðal annars á togurunum Skúla fógeta og Hannesi Hafstein á fjórða áratugnum og var vélstjóri á Elsu og Hamranesi síðar. Myndefni sín sótti Eggert gjarnan til þeirra framandi slóða sem hann hafði heimsótt eða í minningarbrot og fréttnæma viðburði. Eggert hóf að sýna myndir sínar upp úr 1960 og hélt sína fyrstu sýningu 1965 í Lindarbæ Dagsbrúnar og svo margar einkasýningar s.s. í Djúpinu við Hafnarstræti 1982, Listmunahúsinu við Lækjagötu 1985, á Kjarvalsstöðum 1987, Safnasafninu 2002, Hafnarborg og Galleríi Louise Ross í New York. Þá sýndi hann einnig nokkrum sinnum í Gallerí Fold og Gerðubergi. sjá meira hér

 

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

Related Articles

  Veturliði Gunnarsson 1926-2004

  Veturliði Gunnarsson 1926-2004

  Icelandic painter 1926-2004 sjá fleiri greinar hér um íslendska myndlistamenn here  ...

  Jónína Ninný Magnúsdóttir

  Jónína Ninný Magnúsdóttir

  Ninný Magnúsdóttir er myndlistamaður sem einbeitir sér aðallega að vatnslitamyndum og olíumálverkum með blandaðri tæ...

  Tindar

  Tindar

  Sindri Matthíasson sýnir olíu- og akrýlmálverk af íslensku landslagi. Ferðalög um Ísland hafa veitt Sindra mikinn innblá...

  Kári Ei­ríks­son

  Kári Ei­ríks­son

  Kári fædd­ist á Þing­eyri í Dýraf­irði þann 13. fe­brú­ar 1935. For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Þor­steins­son, kaup­fé­...


110 Frá bænum BreiðholtCATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland