Heiðanna Ró

Með sinni nýju línu kynnir RÓ meðal annars RÓSEMI legubekk með RÓ futon ullardýnu og RÓ Flóru hugleiðslupúða með innblæstri úr fegurð hráefnanna og litum úr umhverfinu.
RÓ byggir hönnun sína á rannsóknum á nýtingu náttúrulegra, staðbundinna og endurnýjanlegra efna; íslenskur viður, jurtalitunarefni og marglit ull, með tilliti til virks hringrásarhagkerfis, fagurfræði og vellíðanar fyrir fólk og plánetuna.
RÓ aðhyllist hugmyndina um hæga hönnun og grænan lífsstíl. Það byggir á sjálfbæru og heildrænu hugarfari, með því að bjóða til samtals við náttúruna sem helst í hendur við nútímahönnun, þægindi og heilsufarslegan ávinning, umhverfisvitund, gæði og staðbundin efni.
Teymið bak við nýju RÓ-línuna eru hönnuðirnir og listamennirnir Haraldur Karlsson og Litten Nystrøm, með aðsetur í Reykjavík, Bláskógi og á Seyðisfirði. Þau hafa unnið saman sem tvíeyki síðan 2020 að sýningarhönnun, innanhúshönnun og listsýningarverkefni.
Opnunartímar:
Fimmtudagur: 12:00 – 21:00
Föstudagur: 12:00 – 21:00
Laugardagur: 12:00 – 17:00
Sunnudagur: 13:00 – 17:00
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM á [email protected] eða í síma 551 1346

RELATED LOCAL SERVICES