• Íslenska

Karen Agnete þórarinsson

karen Agnete þórarinsson

 

Karen Agnete var fædd 28. desember 1903 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Carl Christian Enevoldsen, iðnrekandi, og kona hans, Louise Madsen. Karen ólst uppá rótgrónu efnaheimili, þar sem listir og menning voru í hávegum hafðar. Hún tók stúdentspróf ung að árum, lærði píanóleik hjá einkakennara í 14 ár, stundaði nám í Rannowes Tegneskole, Carla Colsmanns Malerskole og Akademiet for de skönne kunster í Kaupmannahöfn. Þar bar saman fundum hennar við ungan íslending, Svein Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi N-Þing.sem var þar einnig til náms í málaralist. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1. júní 1929. Sama ár fóru þau til íslands og settust að á feðraleifð Sveins að Kílakoti.

Strengur frá meginlandinu; grein frá 1984 í Þjóðviljljanum eftir Halldór B. Runólfsson

Í hinu nýstofnaða Gallerí Borg við Austurvöll eru til sýnis verk eftir Karen Agnete Þórarinsson. Það eru 13 olíumálverk unnin á undanförnum fjórum árum. Karen Agnete fæddist í Kaupmannahöfn árið 1903, en fluttist til íslands árið 1929 ásamt eiginmanni sínum Sveini Þórarinssyni listmálara. Þau hjónin unnu mjög náið að list sinni og sýndu saman á fjölmörgum samsýningum um allt land. Þetta er fyrsta einkasýning Karen Agnete hér á landi, en hún hefur haldið einkasýningu í Kaupmannahöfn. sjá meira hér

Minningargreinar sjá hér  

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

Related Articles

  Helgi Þorgils Friðjónsson

  Helgi Þorgils Friðjónsson

  Helgi Þorgils Friðjónsson (born March 7, 1953 in Búðardalur, Iceland) is an Icelandic artist. He studied Fine Arts and C...

  Ragnar Hólm Ragnarsson

  Ragnar Hólm Ragnarsson

  Ástríða í vatnslitum RAGNAR HÓLM RAGNARSSON Hér gefur að líta vatnslitamyndir eftir Ragnar Hólm Ragnarsson (f. 196...

  Svavar Guðnason

  Svavar Guðnason

  Svavar Guðnason myndlistarmaður (18. nóvember 1909 – 25. júní 1988) starfaði í mörg ár í Danmörku og var virkur í hópi r...

  Snorri Arinbjarnarson 1901 – 1958

  Snorri Arinbjarnarson 1901 – 1958

  Snorri Arinbjarnarson 1901 - 1958 Snorri Norðfjörð Arinbjarnarson var fæddur í Reykjavík þann fyrsta desember 1901, son...


101 Reykjavik


1903 - 1992


 • Íslenska

CATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES