Litla Gallerý – Endurfæðing

Litla Gallerý
Endurfæðing – Ólöf Erla Einarsdóttir
9.-12. nóvember 2023

Líkaminn! Líkamar! Allskonar líkamar! Heilsan! Þegar fólk missir heilsuna og líkaminn verður veikur gefur það nýja sýn á lífið. Hvað er að? Hvar finn ég til? Hver er ég núna? Ég er sterk og mér batnar. Þú ert að rísa uppúr öskunni. Endurfæðist.

Eftir að hafa upplifað að missa heilsuna tók ég eftir því hvað líkaminn minn var sterkur. Bæði í veikindunum og eftir. Í minni endurhæfingu byrjaði ég að mála aftur. Þetta er mín hugleiðsla. Það fyrsta sem mig langaði að mála voru líkamar. Konur og karlar. Allskonar líkamar saman og flæktir saman. Svartir og hvítir með bleikum og gullnum þráðum. Andlitslausir líkamar. Sterkir líkamar. Endurfæddir.

Ólöf Erla er menntaður grafískur hönnuður með BA gráður frá Listaháskóla Íslands. Hún á og rekur sitt eigið fyrirtæki SVART Hönnunarstúdíó í Hafnarfirði sem tekur að sér auglýsingahönnun allskonar, myndatökur og myndvinnslur. Síðustu ár hefur Ólöf Erla skapað myndlist með ljósmyndum í photoshop sem hún kallar Sögur án orða og er Digital art. Í frístundum í mörg ár hefur hún skissað og málað. Eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein í lok árs 2021 vaknaði aftur þörf að tjá sig með penslum einskonar hugleiðsla. Útkoman eru þessi verk á þessari sýningu.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 9. nóvember  frá  18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
10. nóvember, föstudagur 13:00-18:00
11. nóvember, laugardagur, 12:00-17:00
12. nóvember, sunnudagur 14:00-17:00

Strandgata 19 220 Hafnarfjörður

[email protected]

litlagallery.is/


9.-12. nóvember 2023


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Jónína Ninný Magnúsdóttir

      Jónína Ninný Magnúsdóttir

      Ninný Magnúsdóttir er myndlistamaður sem einbeitir sér aðallega að vatnslitamyndum og olíumálverkum með blandaðri tæ...

      Eyborg Guðmundsdóttir

      Eyborg Guðmundsdóttir

      Sýningaropnun − Eyborg Guðmundsdóttir: Hringur, ferhyrningur og lína Á Safnanótt, föstudag 8. febrúar kl. 17.00 verður...

      Anne Herzog

      Anne Herzog

      Anne Herzog, Fjall hina gleymdu drauma, mánudaginn 9. febrúar kl. 17. Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur lista...

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt. Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00 ...