Almenningur er hvattur til að draga fram þjóðbúninga af öllu tagi, klæðast þeim og koma og sýna sig og sjá aðra. Það er Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands sem boðar til samkomunar. Í tilefni af fullveldisafmælinu er boðið upp á dagskrá þar sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flytur stutt erindi undir yfirskriftinni „Þjóðminnngardagar 1874-1918“ og Þórarinn Már Baldursson kveður frumsamdar rímur. Auk þess stíga félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur nokkur spor og draga jafnvel gesti með sér í dansinn! Þjóðbúningadagur verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 11. mars kl. 14 -16.
Safnahúsið, Hverfisgata 15 101 Reykjavík
+354 530 2210
11. mars 2018 kl. 14:00 -16:00