Kristinn E. Hrafnsson – ÞVÍLÍKIR TÍMAR

Fjórir Hornsteinar

Mynd: Kristinn E. Hrafnsson, Fjórir Hornsteinar, 2018. Stærð breytileg. Ljósmynd: Kristinn E. Hrafnsson.

Hverfisgallerí býður á opnun einkasýningar Kristins E. Hrafnssonar, ÞVÍLÍKIR TÍMAR, laugardaginn 24. febrúar 2018 kl. 16.00

Kristinn E. Hrafnsson, myndhöggvari, hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi í allt að þrjátíu ár, tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis og á fjölmörg verk í opinberu rými. Í verkum sínum hefur hann löngum fengist við þær aðferðir sem menn hafa notað til að staðsetja sig og ná áttum í veröldinni og segja má að endurspegli ákveðna sýn á heiminn og tilfinningu fyrir umhverfinu. 

Á sýningunni ÞVÍLÍKIR TÍMAR í Hverfisgalleríi er tíminn í stærra hlutverki en á fyrri sýningum Kristins, en í skúlptúrum sínum og textaverkum leitar hann í mátt orðsins til að ná einhverjum tökum á margræðni tímans. 

Kristinn E. Hrafnsson er fæddur árið 1960 á Ólafsfirði. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akureyri og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Kristinn býr og starfar í Reykjavík. Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Samband listaverksins við vettvanginn er mikilvægur þáttur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu með arkitektum. Verk Kristins hafa verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu og er verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum.

Hverfisgallerí, Hverfisgata 4 101 Reykjavík

+354 537 4007

[email protected]

hverfisgalleri.is


24. febrúar 2018 kl. 16:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   OF THE NORTH

   OF THE NORTH

   OF THE NORTH 5.2.2021 - 9.1.2022, Listasafn Íslands Risastór vídeóinnsetning Steinu af Norðrinu frá árinu 2001 er áh...

   ANNA JÓELSDÓTTIR

   ANNA JÓELSDÓTTIR

   ANNA JÓELSDÓTTIR OPNAR SÝNINGUNA EINN Á BÁTI / SAILING SOLO 06/03/201 9 - 06.04.2019 Sjá fleiri greinar um myndlistame...

   Þversagnir Heiðrún Kristjánsdóttir

   Þversagnir Heiðrún Kristjánsdóttir

   HJARTA REYKJAVÍKUR: ÞVERSAGNIR – HEIÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR   Sýning á verkum Heiðrúnar Kristjánsdóttur op...

   Sæmundur Þór Helgason

   Sæmundur Þór Helgason

   Sæmundur Þór Helgason: Solar Plexus Pressure Belt™G2 16.10.2021–24.10.2021 11:00–18:00 ...