Rölt í Reykjavík

Rölt í Reykjavik

Dr. Arnar Eggert Thoroddsen; tónlistarblaðamaður

Kvöldganga 18. júlí kl. 20

 „Rölt í Reykjavík“ er yfirskrift kvöldgöngu sem Borgasögusafn stendur fyrir fimmtudaginn 18. júlí kl. 20.

Gangan er ferðalag um miðbæ Reykjavíkur, þar sem ýmis kennileiti er tengjast glæstri dægurtónlistarsögu Íslands verða skoðuð. Gömul og fornfræg æfingapláss, sögulega mikilvægir tónleikastaðir og staðurinn þar sem Megas fór í sígópásu við upptökur á Loftmynd koma við sögu, auk ýmissa annarra rýma sem stuðlað hafa að framgangi íslensks popps og rokks. Gönguna leiðir Dr. Arnar Eggert Thoroddsen; tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands – svo fátt eitt sé nefnt. Arnar blandar saman fíflalátum og fróðleik sem völundur væri og getur svarað hvaða því álitamáli sem gestir kunna að hafa á leiðinni.

Athugið að gangan hefst við Hörpu kl. 20. Þátttaka er ókeypis og öllum opin.

Kvöldgöngur eru samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur og fara þær fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina.

101 ReykjavikCATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles