Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur

Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur

Leiðsögn sýningarhöfunda.
Sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 leiða Lilja Árnadóttir og Nathalie Jaqueminet gesti um sýninguna Kirkjur Íslands í Bogasal.

Á sýningunni er úrval gripa sem fengnir voru að láni úr íslenskum kirkjum víða um land. Valdir voru gripir sem varpa ljósi á listsöguleg tengsl íslenskra kirkjugripa við strauma og stefnur í nágrannalöndunum. Aldur þeirra spannar allt frá síðmiðöldum og til þeirrar tuttugustu. Úrval gripa er eftir íslenska listamenn og hagleiksfólk. Í gegnum kirkjugripi er mögulegt að greina verslunartengsl við önnur lönd.
Leiðsögumenn sunnudagsins munu eftir föngum greina frá liststílum gripanna. Sagðar verða sögur valinna gripa sem eiga sér athyglisverðan feril. Sumir gripanna varpa ljósi á útsjónarsemi þegar hversdagslegir nytjahlutir fengu hlutverk í helgihaldinu.

Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur
Á sýningunni eru sýndir gripir úr kirkjum landsins og úr safneigninni sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir. Gripir munu kallast á við það sem enn er í kirkjunum auk þess sem skírskotað er til gripa á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, þar sem helstu gersemar safnsins eru.

Kirkjur á Íslandi voru öldum saman ígildi listasafna samtímans. Kirkjur létu vinna fyrir sig listaverk eða keyptu þau frá erlendum framleiðendum og einnig innlendum. Verslunarsaga landsins endurspeglast í varðveittum kirkjugripum. Aldur gripanna er breytilegur og þeir endurspegla smekk og fagurfræði hvers tíma. Fjölbreytni, listrænt og menningarsögulegt mikilvægi þeirra hefur orðið ljósara eftir því sem bókum í flokknum hefur fjölgað. Mikið er um vandaða heimagerða gripi sem veita innsýn í alþýðulist fyrri tíma.

Á sýningunni í Bogasal er fjallað um fjölbreytni og stíl kirkjugripa og hvernig þeir tengjast straumum og stefnum í alþjóðlegu samhengi listasögunnar. Sýningin opnar fyrir framtíðarrannsóknir í listasögu á Íslandi.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
SUÐURGATA 41
101 REYKJAVÍK
SÍMI: 530-2200

SUÐURGATA 41 101 Reykjavik

530-2200



CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Sævar Karl

      Sævar Karl

      Frá degi til dags Velkomin á opnun sýningarinnar í SÍM-salnum Hafnarstræti 16. á laugardaginn 6. ágúst "Ég mála ab...

      Verk úr safneign Hafnarfjörður

      Verk úr safneign Hafnarfjörður

      Laugardaginn 1. desember verður sýningin Hafnarfjörður - verk úr safneign opnuð í aðalsal Hafnarborgar. Það er ekki bar...

      Barnadagskrá í Þjóðminjasafni Íslands 17. júní

      Barnadagskrá í Þjóðminjasafni Íslands 17. júní

      Barnadagskrá í Þjóðminjasafni Íslands 17. júní Í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins 17. júní kl. 14 opnar Lilja Dögg...

      Safnahúsið við Hverfisgötu

      Safnahúsið við Hverfisgötu

      Fjársjóður á Hverfisgötunni Eitt af stásslegustu húsum höfuðborgarinnar er Safnahúsið við Hverfisgötu. Húsið var bygg...