Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur Leiðsögn sýningarhöfunda. Á sýningunni er úrval gripa sem fengnir voru að láni úr íslenskum kirkjum víða um land. Valdir voru gripir sem varpa ljósi á listsöguleg tengsl íslenskra kirkjugripa við strauma og stefnur í nágrannalöndunum. Aldur þeirra spannar allt frá síðmiðöldum og til þeirrar tuttugustu. Úrval gripa er eftir íslenska listamenn og hagleiksfólk. Í gegnum kirkjugripi er mögulegt að greina verslunartengsl við önnur lönd.
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur Kirkjur á Íslandi voru öldum saman ígildi listasafna samtímans. Kirkjur létu vinna fyrir sig listaverk eða keyptu þau frá erlendum framleiðendum og einnig innlendum. Verslunarsaga landsins endurspeglast í varðveittum kirkjugripum. Aldur gripanna er breytilegur og þeir endurspegla smekk og fagurfræði hvers tíma. Fjölbreytni, listrænt og menningarsögulegt mikilvægi þeirra hefur orðið ljósara eftir því sem bókum í flokknum hefur fjölgað. Mikið er um vandaða heimagerða gripi sem veita innsýn í alþýðulist fyrri tíma. Á sýningunni í Bogasal er fjallað um fjölbreytni og stíl kirkjugripa og hvernig þeir tengjast straumum og stefnum í alþjóðlegu samhengi listasögunnar. Sýningin opnar fyrir framtíðarrannsóknir í listasögu á Íslandi.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 leiða Lilja Árnadóttir og Nathalie Jaqueminet gesti um sýninguna Kirkjur Íslands í Bogasal.
Leiðsögumenn sunnudagsins munu eftir föngum greina frá liststílum gripanna. Sagðar verða sögur valinna gripa sem eiga sér athyglisverðan feril. Sumir gripanna varpa ljósi á útsjónarsemi þegar hversdagslegir nytjahlutir fengu hlutverk í helgihaldinu.
Á sýningunni eru sýndir gripir úr kirkjum landsins og úr safneigninni sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir. Gripir munu kallast á við það sem enn er í kirkjunum auk þess sem skírskotað er til gripa á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, þar sem helstu gersemar safnsins eru.
SUÐURGATA 41
101 REYKJAVÍK
SÍMI: 530-2200
iframe code