Sæmundur Þór Helgason

Sæmundur Þór Helgason: Solar Plexus Pressure Belt™G2

16.10.2021–24.10.2021

11:00–18:00

@ ELKO Grandi

Solar Plexus Pressure Belt™ G2 er önnur kynslóð djúpþrýstingstæknibúnaðar sem er hannaður til þess að þrýsta inn í magagrófina með það að markmiði að draga úr fjárhagskvíða án lyfjameðferðar. Búnaðurinn er framleiddur af Félagi Borgara, sem eru hagsmunasamtök borgara og þrýstihópur um borgaralaun á Íslandi.

Frumgerð beltisins var þróað af listamanninum árið 2018 í samstarfi við tískuhönnuðinn Agötu Mickiewicz og grafíska hönnuðinn Gabríel Markan. Nýja útfærsla beltisins hefur verið uppfærð í samræmi við prófun búnaðarins og fyrir vikið öðlast straumlínulagað form sem fellur að mannslíkamanum.

Á meðan Sequences X stendur yfir verður beltið fáanlegt í ELKO í mismunandi litum og stærðum. Gestir eru hvattir til að pufa beltið og taka þátt í instagram leik þar sem einn heppinn þáttakandi eignast Solar Plexus Pressure Belt™G2.

Sæmundur Þór Helgason (f. 1986) er myndlistarmaður búsettur í Amsterdam. Hann er meðstofnandi Cosmos Carl – Platform Parasite, vefvangs-sníkils sem notfærir sér utanaðkomandi netpalla sem hýsla listaverka í almenningsrými á netinu. Árið 2017 stofnaði Sæmundur Félag Borgara,  sem eru hagsmunasamtök borgara og þrýstihópur um borgaralaun á Íslandi. Hann er eins og er með vinnuaðsetur hjá Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam.

Elko - Fiskislóð 15 101 Reykjavík

sequences.is/is/exhibitions/saemundur-thor/


11:00-18:00, 16.-24. október


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Hugarflug vinnustofa

      Hugarflug – Brainstorm – Vinnustofa

      Hugarflug – Brainstorm – Vinnustofa

      Áhrif spurninga á hugarflug Í grein Hal Gregersen Better Brainstorming sem er að finna í nýjasta tölublaði Harvard Busi...

      Svala Þórðardóttir

      Svala Þórðardóttir

        Svala Þórðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1956. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík árið 1988...

      Lóa Björk Bragadóttir

      Lóa Björk Bragadóttir

      Lóa Björk hefur haldið um 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og ýmsri menningarstarfsemi hér á landi og ...

      Vogabyggð

      Vogabyggð

      Pálmatré eftir Karin Sander sigurtillagan í Vogabyggð Pálmatré, tillaga þýska listamannsins Karin Sander, bar sigur úr ...