Elísabet K. Jökulsdóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson

Elísabet K. Jökulsdóttir & Matthías Rúnar Sigurðsson: Þetta líður hjá

15.10.2021

–24.10.2021

@ Hveragerði

Þetta líður hjá er að finna við bakka Varmár í Hveragerði. 12 tonna grágrýti úr Núpafjalli hefur verið komið fyrir á bakka árinnar og höggvið hefur verið í grýtið stól, unnum af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Stóllinn snýr í há suður og geta allir notið þar kyrrðar og útsýnis yfir ána. Verkið fjallar um vináttusamband okkar og náttúrunnar; hvað náttúran getur miðlað til okkar á viðkvæmum stundum og að okkur er óhætt að lifa með tilfinningum okkar.

Ef þungt er þitt geð
þá gakktu með sjó, og sittu við eld.

Svo kvað völvan forðum.

Verkið er tileinkað unglingum.

Heiðurslistamaður Sequences X – Kominn tími til er Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Elísabet hefur þá hæfileika að geta spunnið þræði á milli ólíkra listforma og notar rödd sína til þess að segja hlutina hispurslaust, en jafnframt minnir okkur á töfrana. Elísabet býr yfir tungumáli gyðjunnar og birtist okkur í ólíkum myndum; skapar og eyðir til skiptis, er utan og innan við og leikur sér að því að dansa á línunni þar á milli. Í verkum sínum er Elísabet greinandi á eigið sjálf og þjóðarinnar og tekst á við hið útópíska hlutverk listarinnar sem hreyfandi afli í samfélaginu. Liggur styrkur hennar í því lifandi og margbreytilega sambandi sem hún á við áhorfendur og áheyrendur sína, þar sem hún sjálf er sem almenningslistaverk sem stöðugt hreyfir við hugmyndum samfélagsins og hreyfir þannig við tímanum og tekur þátt í hinni eilífu endursköpun heimsins.

 

Matthías Rúnar Sigurðsson (f. 1988) er myndhöggvari og gerir höggmyndir sínar úr stein. Hann hjó fyrst í stein árið 2009 og síðan þá hefur hann gert fjölmargar höggmyndir og haldið sýningar m.a. í Safnasafninu og í Ásmundarsafni. Síðan árið 2018 hefur Matthías unnið að höggmyndum í garðinum fyrir utan Ásmundarsal.

Related Articles

  Eiki Einars tónskáld og lagasmiður

  Eiki Einars tónskáld og lagasmiður

  Ég er með hugmynd! Eiríkur Einarsson hefur orðið Fyrsta platan, Ég er með hugmynd! kom út sumarið 2009. Þannig var að ...

  Yfirskyggðir staðir

  Yfirskyggðir staðir

  Ný verk eftir Sigurð Guðjónsson    Sýningatímabil 09.04.-05.06. 2021 Verið velkomin á sýningu Sigurðar Guðjónssonar ...
  Listvinahúsið, leirmunir

  Listvinahúsið

  Listvinahúsið

  Listvinahúsið er elsta listasmiðja landsins, stofnað árið 1927 af listamanninum Guðmundi Einarsyni frá Miðdal.  Var List...

  SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

  SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

  Sköpun bernskunnar 2021 Salir 10 -11 20.02.2020 - 02.05.2021 Þetta er áttunda sýningin undir heitinu Sköpun bernsku...


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland