WAITING ROOM í Harbinger.

Laugardaginn 24. apríl á milli kl. 2 og 6 opnar sýningin WAITING ROOM í Harbinger.

Sýningin stendur til 9. maí og er opin frá 14-17 föstudaga og laugardaga. Harbinger er til húsa að Freyjugötu 1, 101 RVK.

WAITING ROOM er þriggja rása vídjóverk eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Rakel McMahon.

Verkið byggir lauslega á gjörning sem var settur upp árið 2015 á gjörningahátíðinni PAO í Osló.

Í verkinu birtast þrjár persónur sem eru innilokaðar á skjám. Þær endurtaka kunnulegar stellingar og hreyfingar sem eiga að sýna fegurð og kynþokka, horfa og láta horfa. En hvernig urðu ákveðnar líkamsstellingar og svipbrigði að fegurðarstaðli? Við fyrstu sýn kann að virðast sem um sé að ræða áhrif kláms og fjölmiðla en þegar nánar er að gáð má sjá bein tengsl þessara stellinga við grískar styttur og málverka á grískum vösum. Þessar líkamsstellingar spila ekki einungis stórt hlutverk í listasögunni, þær veita mikilvægar upplýsingar í sagnfræðilegu tilliti. Munu þær nokkru sinni breytast og er yfir höfuð þörf á því? WAITING ROOM tekur fyrir bið og doða, gægjuþörf og strípihneigð og hið hlægilega en þversagnarkennda mannlega ástand.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er rithöfundur og ljóðskáld sem býr og starfar í Reykjavík en hún hefur áður sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon undir formerkjum W.C. (Wunderkind Collective).

Dögg Mósesdóttir er kvikmyndagerðarkona sem hefur leikstýrt heimildarmyndum, stuttmyndum, auglýsingaherferðum og tónlistarmyndböndum, bæði hérlendis sem erlendis.

Rakel McMahon útskrifaðist árið 2008 úr myndlist við LHÍ og hefur sett upp fjölda einkasýninga og samsýninga síðan. Hún hefur unnið um árabil að gjörningum og þá sérstaklega í samstarfi við aðra listamenn, auk þess að vinna með málverk og teikningar.

Tónlist og hljóð: Einar Tönsberg
Myndataka: Carolina Salas
Leikari: Hjörtur Sævar Steinason

Verkefnið var styrkt af Myndlistarsjóð.
Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg.

 

Freyjugata 1 101 Reykjavik

618 0440

[email protected]

harbinger.is


24.04 - 09.05.21


CATEGORIES





code code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Durgur 2018 tónlistarhátíð

      Durgur 2018 tónlistarhátíð

      Durgur, Tónlistarhátíð alþýðunnar verður haldin á Snæfellsnesi um páskana. Þar fjölbreytileikanum er fagnað, allskonar l...

      Sigurdís Gunnars og Ragnar Hólm

      Sigurdís Gunnars og Ragnar Hólm

      Ragnar Hólm og Sigurdís Gunnars sýna í Listhúsi Ófeigs Enn er skíma í Listhúsi Ófeigs ...

      Ragnar Þórisson

      Ragnar Þórisson

      Laugardaginn 13. mars kl. 16:00 opnar Ragnar Þórisson sýningu á málverkum í Gallery Port. Ragnar Þórisson stundaði nám ...

      Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur

      Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur

      Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur 20. október - 26. nóvember 2022 innan skamms, aftur er önnur sýning Örnu Óttarsd...