Jólaball í Hörpu

Jólaball í Hörpu
3. desember 11:00 – 14:00

Harpa býður fjölskyldum á jólaball í Norðurljósum!

Sunnudaginn 3. desember verður ekta jólaball í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem börn og fjölskyldur geta myndað hringi í kring um glæsilegt jólatré, sungið og dansað jólastemninguna inn í hug og hjörtu.

Jólaálfarnir Fanný Lísa og Antonía leiða með píanóleik, söng og dansi og hver veit nema söngurinn laði að sér jólasvein?

Maxímús Músíkús verður í jólaskapi og heilsar upp á börnin milli þess sem dansað verður í kring um jólatréð.

Dagskrá:
11:00 – Jólaball í Norðurljósum (á 2. hæð)
12:00-13:00 – Maxímús Músíkús heilsar gestum (í opnum rýmum)
13:00 – Jólaball í Norðurljósum (á 2. hæð)

Athugið að miðabókun er óþörf, hægt að mæta beint á jólaball. Aðgangur er ókeypis og opið meðan húsrúm leyfir.
Í fjölda ára hefur Harpa boðið leikskólabörnum ásamt kennurum þeirra á jólaböll í Hörpuhorni og nú er komið að því að fjölskyldur fái að njóta þessarar vinsælu jólastundar.

Aðgengi og aldursviðmið:
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Viðburðurinn hentar börnum á öllum aldri.
Viðburðurinn fer fram í Norðurljósasal á annarri hæð með sléttu gólfi og góðu lyftuaðgengi.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna á heimasíðu Hörpu.

RELATED LOCAL SERVICES