Bókatíðindi 2019

Bókatíðindi 2019  sjá hér

Kæri bókaunnandi,
Jólin eru tími hefða og samveru með þeim sem okkur þykir vænst um. Þrátt fyrir að jólahefðirnar geti verið mismunandi þá er jólahaldið oft fastmótað og íhaldssamt. Þannig eigum við ýmsar ómissandi matarhefðir eins og malt og appelsín, hamborgarhrygg,heimagert rauðkál, mandarínur og laufabrauð. Tískusveiflur virðast litlu breyta um hversu fast við höldum í hefðirnar sem margar eiga djúpar rætur; jafnvel aftur í barnæsku. Ein af þeim sterku hefðum sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum áratugina, er að gefa nýjar íslenskar bækur í jólagjöf. Því gæti svarið við spurningunni á forsíðu Bókatíðindanna í ár ,,Getur þú hugsað þér jól án bóka?“ verið hið sama í ár og fyrir fjöldamörgum árum: Nei, þjóðin getur ekki hugsað sér jól án bóka. Hvorki um jólin 2019, né um mörg umliðin jól þegar spurningin var borin upp á forsíðu þessara ágætu árvissu tíðinda, sem hafa nú sem endranær borist í þínar hendur. Staða bókarinnar á jólamarkaði hefur því lítið sem ekkert breyst í áranna rás og mældist til að mynda áberandi efst á óskalista landsmanna samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup fyrir síðustu jól.                             Við bókaútgefendur höfum enga ástæðu til að ætla annað en að svo verði einnig í ár. Enda er framboðið af nýjum verkum sannarlega glæsilegt og telur 842 skráningar nýrra bóka. Útgefendur halda áfram þróun á útgáfuformi verkanna þannig að samtímis má nálgast hluta nýrra bóka bæði sem kilju og innbundna bók og í einhverjum tilfellum jafnframt sem rafbók og hljóðbók. Þetta eru gleðifréttir fyrir alla bókaunnendur. Mikil gróska er í útgáfu barnabóka og ber að fagna sérstaklega að íslenskir höfundar færa okkur nærri helming útgáfunnar eða 46%. Unnendur íslenskra skáldsagna eiga sömuleiðis von á góðu, því íslenskir höfundar fylla nú síður Bókatíðinda sem aldrei fyrr. Nú geta jólin komið og við öll haldið í hefðirnar og notið þess að kúra með bók yfir hátíðarnar.
Gleðileg íslensk bókajól!
Heiðar Ingi Svansson,
formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

Skoða bókatíðindi 2019 842 titlar sjá meira hér

Barónstígur 5 101 Reykjavik

511 8020

[email protected]

fibut.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   María Magdalena – eftir Þórhallur Heimisson

   María Magdalena – eftir Þórhallur Heimisson

   María Magdalena - Vegastjarna eða vændiskona? Sumir fyrirlíta Maríu Magdalenu, aðrir hafa á henni miklar mætur og hafa ...

   Þorvaldur Skúlason

   Þorvaldur Skúlason

   Þorvaldur Skúlason, brautryðjandi íslenzkrar samtímalistar   Af bókarkápu: Þorvaldur Skúlason er óumdeilanle...

   Síðustu dagar Skálholts eftir Bjarni Harðarson

   Síðustu dagar Skálholts eftir Bjarni Harðarson

   Síðustu dagar Skálholts Höfundur: Bjarni Harðarson Síðustu dagar Skálholts segir ósegjanlega sögu af ringulreið ...

   Rainers Marias Rilke

   Rainers Marias Rilke

   Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn "„Sá dagur mun koma að hönd m...