Rainers Marias Rilke

Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn „„Sá dagur mun koma að hönd mín verður mér fjarlæg“: Um ritmiðillinn Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge og ósjálfráð skrif“.
Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þann 9. mars.
Í erindinu er fjallað um verk austurrísk-ungverska skáldsins Rainers Marias Rilke, tengsl þeirra við hefð spíritisma og ósjálfráð skrif. Í brennidepli er eina skáldsaga Rilkes, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge frá árinu 1910. Um leið er hugað að hlutverki spíritisma og annarra dulspekistrauma við mótun framsækinna nútímabókmennta á öndverðri tuttugustu öld.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innan hennar er stafrækt Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.
Margét II Danadrottning heimsótti Veröld – hús Vigdísar 1. desember og tók þar þátt í dagskrá í tilefni fullveldisafmælis Íslands. Með henni í för voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, en það voru þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem tóku á móti þeim og gengu með þeim um hið glæsilega hús tungumálanna.  Mynd: Kristinn Ingvarsson
Vigdís er velgjörðasendiherra tungumála hjá Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er í senn sá fyrsti og eini og hefur sinnt því verkerfni frá árinu 1998. Hún tók meðal annars þátt í að kortleggja tungumál heimsins á fyrstu árunum og fer enn þann daginn í dag öðru hvoru á fundi hjá stofnuninni í París.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskóla Íslands starfar undir formerkjum UNESCO, og segir Vigdís það staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem stofnuninni er ætlað að gegna á heimsvísu. „Að vera undir verndarvæng UNESCO gefur þessu verkefni mikið vægi og má líkja við að vera á heimsminjaskrá, rétt eins og handritin okkar og Þingvellir,“ segir Vigdís. Sjá meira hér
La première Présidente au monde
1980-1996: une femme à la tête de l´Islande
C´est dans un français parfait que Madame La Présidente, Vigdís Finnbogadóttir, nous accueille à son domicile, par une belle journée de Juillet. Vigdís Finnbogadóttir est une fervente défenseur des langues. Elle commence sa carrière en tant que professeur de français au lycée et enseigne plus tard la littérature du théâtre français à l´Université d´Islande… avant de devenir Présidente de l´Islande!  En savoir plus ici



Brynjólfsgötu 1 107 Reykjavík

525 4191

[email protected]

vigdis.hi.is/


March 9, 2021 at 12 PM UTC – 12:30 PM UTC


CATEGORIES





NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Sigurður Árni Sigurðsson

      Sigurður Árni Sigurðsson

      Myndlistamaðurinn Lukas Bury verður með leiðsögn á pólsku um sýninguna Óravídd: Sigurður Árni Sigurðsson á Kjarvalsstöðu...

      Elísabet K. Jökulsdóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson

      Elísabet K. Jökulsdóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson

      Elísabet K. Jökulsdóttir & Matthías Rúnar Sigurðsson: Þetta líður hjá 15.10.2021 ...
      árangursrík sala

      Árangursrík sala

      Árangursrík sala

      Námskeiðið Árangursrík sala hefst 8. maí. Nánar hér Á þessu námskeiði fær sölufólk þjálfun sem miðast sérstaklega við r...

      Töfrafundur – áratug síðar opnuð

      Töfrafundur – áratug síðar opnuð

      Laugardaginn 20. mars verður sýningin Töfrafundur – áratug síðar opnuð í Hafnarborg eftir spænsk-íslenska myndlistartvíe...