Þorvaldur Skúlason

Þorvaldur Skúlason, brautryðjandi íslenzkrar samtímalistar

 

Af bókarkápu:
Þorvaldur Skúlason er óumdeilanlegur brautryðjandi íslenzkrar samtímalistar og einn mesti málari sem við nú eigum. Enginn íslenzkur málari tengir viðlíka samaan sögu myndlistar okkar á þessari öld, sjálfur nemandi hinna elztu, Þórarins, Ásgríms og Jóns Stefánssonar, en meistari þeirra sem nú eru í blóma starfs. Því stóra hlutverki hfeur hann aðeins getað gegnt vegna þess, að Þorvaldur hefur sjálfur gengið alla þá leið og plægt fyrir sér, svo hver nýr morgunn í list hans efur haft annan blæ en dagurinn í gær. Því stendur hann nú, nær áttræður maður, enn í broddi þeirra sem hæst hefja hina hreinu myndlist í landi okkar.

Í bók þessari rekur Björn Th. Björnsson á sinn ljósa og læsilega hátt ævi hans og listasögu, frá uppvexti og æskumótun, um námsár og síðan öll hin merkilegu stig nýmótunar, sem gjörbreyttu myndlist okkar á síðastliðinni hálfri öld. sú saga hans er ekki síður rakin í teikningum, ljósmyndum og 85 stórum litprentunum frá öllum ferli hans.

Höfundur:Björn Th. Björnsson
Útgefandi:Þjóðsaga útgáfuár 1983

Related Articles

  Ásgerður Búadóttir 1920-2014

  Ásgerður Búadóttir 1920-2014

  Ásgerður Búadóttir 1920-2014 Ásgerður Ester Búadóttir (4. desember 1920 – 19. maí 2014) var frumkvöðull nútíma veflis...

  Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

  Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

  Tíra – Bjargey Ólafsdóttir Bjargey Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í Listasafni Ísafjarðar, S...

  Fyrir daga farsímans . Böðvar Guðmundsson

  Fyrir daga farsímans . Böðvar Guðmundsson

  Fyrir daga farsímans Böðvar Guðmundsson Furðulegir helgidómar á altari kirkju sem var vígð 1882. Leiðsögumaður þýskra ...

  Ásgrímur Jónsson

  Ásgrímur Jónsson

  Ásgrímur Jónsson var einna fyrstur íslenskra listmálara til að ferðast um landið og festa íslenskt landslag á léreft. Ha...


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland