Staldrað við verk Bryndísar G. Björgvinsdóttur

Staldrað við – sýning á verkum Bryndísar G. Björgvinsdóttur

Föstudaginn 29. janúar 2021 kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Bryndísar Guðrúnar Björgvinsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu á Ísafirði. Á sýningunni eru verk sem samanstanda af textíl, olíumálun og vatnslitun. Olíumálverkin eru unnin í skugga Covid-19 og þeirrar einangrunar sem henni fylgir. Sýna verkin vetrarstemmningu á Ísafirði með áherslu á liti hafs og umhverfis. Akrílverkin eru unnin með meiri hraða og viðfangsefnið mikið til útsýni listamannsins úr vinnuherberginu. Vatnslitamyndirnar á sýningunni sækja innblástur í göngutúra Bryndísar og reynir hún þar að fanga kyrrláta stemmningu og upplifun. Í textílverkunum er hafið viðfangsefnið þar er blandað saman akrýl og textíl.

Bryndís stundaði myndlistanám við Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem hún var m.a. nemandi Hrings Jóhannessonar. Eftir það lá leiðin í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í textíldeild og síðan í kennaradeildina þaðan sem hún útskrifaðist sem myndlistarkennari. Bryndís hefur síðan unnið sem myndlistarkennari en samhliða kennslunni hefur hún verið að skapa og þróa eigin myndlist. Hún hefur sótt mörg námskeið og endurmenntun og var m.a. einn vetur í Flórens á Ítalíu þar sem hún lærði teikningu og málun. Hún lærði hönnun við Háskólann í Birmingham á Englandi og útskrifaðist þaðan með MA-gráðu í fatahönnun. Bryndís hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum, innanlands og erlendis.

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Vinnustofan Tang & Riis

   Vinnustofan Tang & Riis

   Ingibjörg Helga Ágústsdóttir er fædd 1963 í Stykkishólmi. Hún lærði fatahönnun í London og Kaupman...

   Barnamenningarhátíð | Hvar er húfan mín? – Sýning

   Barnamenningarhátíð | Hvar er húfan mín? – Sýning

   Kasper, Jesper og Jónatan, Soffía frænka, ljónið, Bastían bæjarfógeti, Tobías í turninum, Kamilla, rakarinn, bakarinn......

   Svavar Guðnason

   Svavar Guðnason

   Svavar Guðnason myndlistarmaður (18. nóvember 1909 – 25. júní 1988) starfaði í mörg ár í Danmörku og var virkur í hópi r...

   Morra

   Morra

   Morra er íslenskt merki sem hönnuðurinn Signý Þórhallsdóttir stofnaði með það að markmiði að búa til afslappaðan og glæs...