Þjóðsögur á þriðjudögum

þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Hádegisfyrirlestur í Listasafni Íslands, 20. mars kl 12:10.

Fjallað verður um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar um aldamótin 1900 og þá sérstaklega um tímamótasýningu hans árið 1905 í Reykjavík þar sem hann sýndi fyrstur íslenskra myndlistarmanna málverk sem sóttu myndefni sín í þjóðsögurnar.

Þjóðsagnamyndir Ásgríms eru skoðaðar í samhengi við menningarlegan bakgrunn hans og verk myndhöggvarans og góðvinar Ásgríms, Einars Jónssonar sett í samhengi við verk Ásgríms og tengsl þeirra við þjóðernisrómantík og symbólisma.
Einnig verður fjallað um söfnun og útgáfu þjóðsagna á Íslandi og það hlutverk sem sú útgáfa hafði sem bakhjarl hinnar þjóðernisrómantísku hreyfingar í lok 19. aldar.

Fjallað verður um nokkrar þjóðsagnamyndir Ásgríms sem hann vann í byrjun 20. aldar og þá sterku tjáningu tilfinninga sem koma fram í þessum verkum hans.
Að lokum eru landslags- og þjóðsagnamyndir Ásgríms settar í samhengi við þá þjóðernislegu orðræðu sem varð til í lok 19. aldar. Verk Ásgríms eru þá einnig sett í samhengi við hugmyndir um þjóðerni og hlutverk myndlistarinnar sem voru nátengdar í upphafi 20. aldar.

Fyrirlesari er Guðrún Lilja Kvaran, sem hlaut B.A gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og hefur framhaldsmenntun á sviði upplýsingafræði, með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún starfar sem skjalastjóri Vísindasiðanefndar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 101 Reykjavík

+354 515 9600

[email protected]

www.listasafn.is


20. mars 2018 kl. 12:10


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Gallery Fold

      Gallery Fold

      Gallerí Fold is Iceland's leading auction house and foremost fine arts dealership. Established in 1990, Gallerí Fold has...
      elina brotherus

      SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

      SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

      Pétur Thomsen leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, í Listasafni Íslands, sunnudaginn 25. febrúar kl. ...

      Leiðsagnir í Hafnarborg um helgina

      Leiðsagnir í Hafnarborg um helgina

      Leiðsagnir um nýjar sýningar. Laugardag og sunnudag 27. og 28. nóvember kl. 14. Söngfuglar - Listamanns- og sýning...

      Ásdís Sigþórsdóttir

      Ásdís Sigþórsdóttir

      Ásdís Sigþórsdóttir myndlistamaður og skólastjóri Ásdís útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans ...