Slafnesk þjóðlög

Slafnesk þjóðlög – tónleikar og söngsmiðja
Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30

Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 mun safnið fyllast af þjóðlagatónlist, er söngur og sagnir þjóða af slafneskum uppruna, úr austri og vestri, fá að óma um rýmið.

Þeim, sem vilja hlusta á sönginn, býðst því að njóta lifandi tónlistar og flutnings slafneskrar þjóðlagatónlistar, í bland við sögur af gömlum sið, en þeim, sem vilja taka þátt, býðst tækifæri til þess að læra ýmis þjóðlagabrot og þjóðdansa frá hinum slafneska menningarheimi.

Í upphafi verða tónleikar, þar sem flutt verða slafnesk þjóðlög og heyra má söngva frá Póllandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Balkanskaga og víðar. Til þess að miðla þessum menningararfi verður hvert lag kynnt og sett í samhengi við hið slafneska hátíðardagatal, auk þess sem þau verða tengd við gamlar hefðir og hætti.

Því næst verður boðið upp á slafneska söng- og þjóðlagasmiðju (án þess að gerðar séu nokkrar kröfur um tungumálahæfni), auk þess sem kenndir verða einfaldir og – þar sem mikið er um viðkvæma safnmuni allt í kring – rólegir þjóðdansar frá Póllandi.

Umsjón með viðburðinum, bæði tónleikunum og söngsmiðjunni, hafa fimm söngvarar og tónlistarflytjendur frá Póllandi: Anna SitkoDagna TańskaMaria FranasAnna Kaźmierak og Nina Szczudlik, sem eru allar virkar í eigin þjóðlagasenu. Þá hafa þær brennandi áhuga á dansi, tónlist og þjóðmenningararfinum og vilja ólmar miðla þessari þekkingu með fólki af ólíkum uppruna.

Tónleikarnir og söngsmiðjan eru hluti af dagskrá haustsýningar Hafnarborgar, Samfélags skynjandi vera, í sýningarstjórn Wiolu Ujazdowska og Hubert Gromny. Sýningin opnaði í safninu 28. ágúst og stendur yfir til 31. október.

Related Articles

  Ásta Fanney

  Ásta Fanney

  Ásta Fanney: ​​Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) – frumsýning 15.10.2021 ...
  sprengju-kata

  Tilraunastofa með Sprengju-Kötu, leiðsögn og smiðja

  Tilraunastofa með Sprengju-Kötu, leiðsögn og smiðja

  Laugardag 24. febrúar kl. 14-16.00 í Hafnarhúsi Sprengju-Kata verður með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um sýninguna ...

  Ýrúrarí í vinnustofudvöl

  Ýrúrarí í vinnustofudvöl

  PEYSA MEÐ ÖLLU FYRIR ALLA - Ýrúrarí í vinnustofudvöl   22/01/21 - 29/05/21 Um sýninguna PEYSA MEÐ ÖLLU FYRI...

  Vestnorræni dagurinn 2021

  Vestnorræni dagurinn 2021

  Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu í ár með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september. Markmið dag...


Strandgata 220 Hafnarfjörður


Mánudaginn 4. október 2021 frá kl. 15:30


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland