Slafnesk þjóðlög

Slafnesk þjóðlög – tónleikar og söngsmiðja
Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30

Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 mun safnið fyllast af þjóðlagatónlist, er söngur og sagnir þjóða af slafneskum uppruna, úr austri og vestri, fá að óma um rýmið.

Þeim, sem vilja hlusta á sönginn, býðst því að njóta lifandi tónlistar og flutnings slafneskrar þjóðlagatónlistar, í bland við sögur af gömlum sið, en þeim, sem vilja taka þátt, býðst tækifæri til þess að læra ýmis þjóðlagabrot og þjóðdansa frá hinum slafneska menningarheimi.

Í upphafi verða tónleikar, þar sem flutt verða slafnesk þjóðlög og heyra má söngva frá Póllandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Balkanskaga og víðar. Til þess að miðla þessum menningararfi verður hvert lag kynnt og sett í samhengi við hið slafneska hátíðardagatal, auk þess sem þau verða tengd við gamlar hefðir og hætti.

Því næst verður boðið upp á slafneska söng- og þjóðlagasmiðju (án þess að gerðar séu nokkrar kröfur um tungumálahæfni), auk þess sem kenndir verða einfaldir og – þar sem mikið er um viðkvæma safnmuni allt í kring – rólegir þjóðdansar frá Póllandi.

Umsjón með viðburðinum, bæði tónleikunum og söngsmiðjunni, hafa fimm söngvarar og tónlistarflytjendur frá Póllandi: Anna SitkoDagna TańskaMaria FranasAnna Kaźmierak og Nina Szczudlik, sem eru allar virkar í eigin þjóðlagasenu. Þá hafa þær brennandi áhuga á dansi, tónlist og þjóðmenningararfinum og vilja ólmar miðla þessari þekkingu með fólki af ólíkum uppruna.

Tónleikarnir og söngsmiðjan eru hluti af dagskrá haustsýningar Hafnarborgar, Samfélags skynjandi vera, í sýningarstjórn Wiolu Ujazdowska og Hubert Gromny. Sýningin opnaði í safninu 28. ágúst og stendur yfir til 31. október.

Related Articles

  Halldór og Halldór

  Halldór og Halldór

  Halldór Baldursson mætir Halldóri Péturssyni. Teiknismiðja fyrir börn og fjölskyldur 7. mars kl. 14 Nafnarnir Hall...

  Snorri Ásmundsson

  Snorri Ásmundsson

  Snorri Ásmundsson Franskar á milli 06.06.20 – 29.11.20 Snorri Ásmundsson hefur stundum verið kallaður „óþekka barni...

  Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

  Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

  Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir munu ræða saman um höfundarverk sín og varpa ljósi á sameiginleg áhug...

  Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

  Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

  Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teikna...


Strandgata 220 Hafnarfjörður


Mánudaginn 4. október 2021 frá kl. 15:30


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland