• Íslenska

Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar

Uppruni Lopapeysunnar

Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands

 

Þriðjudaginn 30. janúar kl. 12 flytur Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Ásdís er höfundur bókarinnar: Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum, en hún hefur einnig gefið út bækur um sögu hönnunar og íslenska fatasögu.

Innihald bókarinnar byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum og ljósmyndum auk þess sem tekin voru viðtöl við fjölda aðila sem á einhvern hátt höfðu komið að gerð og mótun íslensku lopapeysunnar. Niðurstöður sýna að íslenska lopapeysan er séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila og saga hennar og þróun er samofin samfélags-, iðnaðar-, útflutnings-, hönnunar– og handverkssögu þjóðarinnar.

Uppruna lopapeysunnar má helst rekja til gróf- og fljótprjónaðra lopapeysa á bændur og sjómenn og  vinsælla útvistarpeysa á bæði kynin með einkennandi útprjónuðum hringlaga munsturbekkjum. Á sama tíma var hún orðin að minja- og lúxusvöru og síðar á sjötta og sjöunda áratugnum að eftirsóttri útflutningsvöru. Hversu góð söluvara lopapeysan hefur orðið má þakka því hve einföld hún er í framleiðslu og fljótunnin. Þannig hefur þjálfun og reynsla íslenskra prjónakvenna ásamt ánægju þeirra af því að prjóna lagt grunninn að hönnun og tilvist peysunnar. Íslenska lopapeysan hefur einnig verið nefnd í samhengi við það sem ber að virða, vernda og viðhalda og því var orðið tímabært að skrá sögu hennar og uppruna.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Þjóðminjasafnið logo

Related Articles

  Örn Þorsteinsson

  Örn Þorsteinsson

  Við nám í Stokkhólmi Örn Þorsteinsson erfæddur28. apríl 1948 og hefur haldið 5 einkasýningar og tekið þátt í um 60 sa...

  Þórbergssetur

  Þórbergssetur

  The Þórbergur Centre was established in memory of the famous Icelandic writer Þórbergur Þórðarsson (1888 – 1974), who wa...

  Fjölskylduleiðsögn: Þjóðsögur og kynjaskepnur

  Fjölskylduleiðsögn: Þjóðsögur og kynjaskepnur

  Sunnudaginn 21. janúar kl. 14 er fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þjóðsögur og kynjaskepnur ve...
  Sjón verður með leiðsögn á Kjarvalsstöðum á sýningunni myrkraverk

  Myrkraverk: Leiðsögn með Sjón á Kjarvalsstöðum

  Myrkraverk: Leiðsögn með Sjón á Kjarvalsstöðum

  Sjón. Ljósmynd: Jóhann Páll Valdimarsson. Myrkraverk: Leiðsögn með Sjón Sunnudag 28. janúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðu...


Þjóðminjasafn Íslands. Suðurgata 41 101 Reykjavík

+354 530 2200

[email protected]

www.thjodminjasafn.is


30. janúar 2018 kl 12:00


 • Íslenska

CATEGORIESNEARBY SERVICES